Báran, Studio by the sea
Báran, Studio við sjóinn 
Í jaðri bæjarins, við sjóinn stendur Báran. Húsið var byggt 1925 og hefur hýst alls kyns starfsemi í bænum. Síðast á síldarárunum var húsið verbúð fyrir verkafólk. Húsið var loks gert upp árið 2013 eftir áratuga vanrækslu. Þá var útbúin lítil stúdíóíbúð fyrir gesti í hluta hússins. Íbúðin er stílhrein og notaleg, rúmin þægileg og útsýnið einstakt út fjörðinn. Það tekur um 7 mín að ganga að miðbæ Seyðisfjarðar frá Bárunni. Fjölskylda býr í hinum hluta hússins, en það er að sjálfsögðu sér innangur í stúdíó íbúðina. 

Um rýmið: Stórt hjónarúm í svefnherbergi með innangengt baðherbergi með sturtu. Sófarúm fyrir einn er í stofunni og geta því ekki fleiri en þrír gist í einu. 
Fullbúið eldhús með ofni og eldavél. Te, kaffi, olía, salt & pipar eru á staðnum. Þráðlaust Internet. Lín og handklæði eru innifalin í verði. 

Fáðu besta verðið með því að nota voucher code: undiraldan sem veitir 10% afslátt af dvölinni
 
mánþrimiðfimföslausun
       
       
       
       
       
       
Innskráning
       
       

Sæberg, comfort in the fjord
Umvafinn fjalllendi og iðandi sjónum stendur fallegt lítið hús sem nefnist Sæberg og er um 7 km frá miðbæ Seyðisfjarðar í átt að Austdalnum. Endurgerð gamla skólans á Eyrunum er einstaklega vel heppnuð og öll umgjörð vönduð, fáguð og hlýleg í senn.  Ítarlegar upplýsingar um húsið og endurgerðinia er að finna á heimasíðunni www.saeberg.is

Um húsið: Eitt hjónarúm á svefnlofti og svefnsófi í stofunni. Upplagt fyrir 2-4 manneskjur. Vel búið eldhús með ofni, sjálfvirk kaffivél og öllu sem þarf til að útbúa málsverð. Te og kaffibaunir í kaffivélina, olía, salt, & pipar ættu alltaf að leynast í eldhússkápnum. 
Baðherbergi með sturtu og hárblásari er á staðnum. 
Þráðlaust internet og bluetooth hátalari. 
Kamína og viður til að kveikja upp. 
Lín og handklæði eru innfalin í verði.
Ekki er hægt að dvelja færri en tvær nætur.
Ath. að setja inn voucher code: undiralda og fá 10% afslátt af dvölinni,

 
mánþrimiðfimföslausun
       
       
       
       
       
       
Innskráning