Gisting & Kvöldverður

Gisting og kvöldverður

Gisting í tveggja manna standard herbergi með morgunverði og þriggja rétta máltíð að hætti kokksins fyrir tvo.

Þriggja rétta kvöldverðarmatseðill (til 20. júní):
Forréttur: Nauta carpaccio með klettasalati, parmesan osti og pestói
Aðalréttur: Grilluð nautalund með kartöflugratíni, pönnusteiktu rótargrænmeti, hvítlaukssveppum og bernaise-sósu
Eftirréttur: Marengsbomba með þeyttum rjóma, Daim bitum, berjum og ís

Matseðill í gildi frá og með föstudeginum 21.Júní:

Forréttur: Parmaskinka á pönnuristuðu brauði með geitaostasósu og ferskri basilíku
Aðalréttur: Lambafille með rauðvínssósu, kartöflugratíni og pönnusteiktu rótargrænmeti
Eftirréttur: Kókosmarengs, saltkaramellumús, lakkrískurl, ber og vanilluís

(Vegan kostur í boði)

Verð fyrir tvo 28.800.-
Hægt er að bæta við auka nótt fyrir 9.900.- (Gisting og morgunverður)

Gisting & Kvöldverður (ISK)
Innskráning
       
       

Gisting, kvöldverður, huggulegheit og hellaferð

Helgarferð: Gisting, kvöldverður, huggulegheit og hellaskoðun

Til að panta þetta tilboð veljið innskráningu sem föstudag og útskráningu sem sunnudag fyrir ofan.

Þetta tilboð inniheldur gistingu í tvær nætur (föstudag og laugardag) í stúdíó herbergi fyrir tvo. Morgunverður fylgir með.

Við komu á föstudaginn bíða inni á herbergi eftir ykkur tvær 200 ml freyðivínsflöskur af hinu dásamlega Bottega Rose Gold, ásamt fjórum makkarónum og fjórum súkkulaðihúðuðum jarðarberjum.

Á laugardaginn kl. 14:00 upplifðu dularfullu undirheima Suðurlands með ferð í Hellana við Hellu með leiðsögumanni. Njótið síðan þriggja rétta máltíð að hætti kokksins á laugardagskvöldinu.


Forréttur: Nauta carpaccio með klettasalati, parmesan osti og pestói
Aðalréttur: Grilluð nautalund með kartöflugratíni, pönnusteiktu rótargrænmeti, hvítlaukssveppum og bernaise-sósu
Eftirréttur: Marengsbomba með þeyttum rjóma, Daim bitum, berjum og ís

(Vegan kostur í boði)

Verð fyrir tvo 62.400.-

(Athugið að tími í hellana getur breyst um 30 mínútur fyrr eða síðar, fer eftir eftirspurn.)

Studio 2 nætur, kvöldverður á laugardag, freyðivín pakki og hellaferð (ISK)
Innskráning
       
       

Standard Herbergi - Tilboð

Gisting í standard herbergi

Gisting í standard herbergi með morgunverði fyrir tvo.

Standard herbergin eru innréttuð í hefðbundnum norrænum stíl. Gólfin eru parketlögð og litavalið er náttúrulegt og hlýlegt. Standard herbergin henta hjónum, pörum eða einstaklingum sérstaklega vel.

Verð fyrir tvo 14.900.-
Hægt er að bæta við auka nótt fyrir 9.900.- (Gisting og morgunverður)Vegna fjöldatakmarkana og reglna um fjarlægð er ekki hægt að taka á móti eins mörgum gestum samtímis í veitingasölum og venja er. Þess vegna er ekki hægt að ábyrgjast borð handa öllum í kvöldmat - því miður. Nauðsynlegt er að panta borð fyrirfram - því fyrr því betra.

Standard Tilboð (ISK)
Innskráning
       
       

Studio Herbergi - Tilboð

Gisting í studio herbergi

Gisting í studio herbergi með morgunverði fyrir tvo.

Í studio herbergjum er eldhúskrókur með ísskáp og helstu tækjum og áhöldum til upphitunar á mat og drykk, og lítil stofa með svefnsófa í einu rými.

Verð fyrir tvo 21.800.-
Hægt er að bæta við auka nótt fyrir 9.900.- (Gisting og morgunverður)Vegna fjöldatakmarkana og reglna um fjarlægð er ekki hægt að taka á móti eins mörgum gestum samtímis í veitingasölum og venja er. Þess vegna er ekki hægt að ábyrgjast borð handa öllum í kvöldmat - því miður. Nauðsynlegt er að panta borð fyrirfram - því fyrr því betra.

Studio Tilboð (ISK)
Innskráning
       
       

Gisting & Reiðtúr

Gisting og reiðtúr

Gisting fyrir tvo í tveggja manna standard herbergi ásamt morgunverði.

Innifalinn er klukkutíma reiðtúr með Icelandic Horseworld í sunnlennskri fjallafegurð. Áður en riðið
er af stað fá gestir að kynnast hestunum í hlöðunni.

Verð á mann 13.500.-

Hægt er að bæta við þriggja rétta kvöldverðarseðli fyrir 7.500.- á mann og auka nótt fyrir 9.900.- (Gisting og morgunverður)

Gisting & Reiðtúr (ISK)
Innskráning
       
       

Gisting & Golf

Gisting, golf & 3 rétta kvöldmatseðill ásamt morgunverði

Golf á Strandarvelli austan við Hellu í fagurri fjallasýn og gisting í tveggja manna standard herbergi ásamt morgunverði og þriggja rétta kvöldverði.
 

Þriggja rétta kvöldverðarmatseðill (til 20. júní):
Forréttur: Nauta carpaccio með klettasalati, parmesan osti og pestói
Aðalréttur: Grilluð nautalund með kartöflugratíni, pönnusteiktu rótargrænmeti, hvítlaukssveppum og bernaise-sósu
Eftirréttur: Marengsbomba með þeyttum rjóma, Daim bitum, berjum og ís

Matseðill í gildi frá og með föstudeginum 21.Júní:
Forréttur: Parmaskinka á pönnuristuðu brauði með geitaostasósu og ferskri basilíku
Aðalréttur: Lambafille með rauðvínssósu, kartöflugratíni og pönnusteiktu rótargrænmeti
Eftirréttur: Kókosmarengs, saltkaramellumús, lakkrískurl, ber og vanilluís

Verð fyrir tvo 37.900.- (maí mánuður)
Verð fyrir tvo 41.900.- (júní til enda septembers)

Vinsamlegast hafið samband við okkur ef þið viljið bæta við nótt fyrir 9.900.- (Gisting og morgunverður)

Gisting & Golf (ISK)
Innskráning
       
       

Snjósleðapakki

Snjósleðapakki

Gisting fyrir tvo í standard herbergi með morgunverði ásamt snjósleðaferð uppá Eyjafjallajökul með Southcoast Adventure. Farið er í snjósleðaferðina frá Gljúfrabúa og hægt er að velja um brottför kl 10:00 eða 14:00. Ferðin tekur um 3 tíma.

Verð á mann 25.500.-

Hægt er að bæta við þriggja rétta kvöldverðarseðli fyrir 7.500.- á mann og auka nótt fyrir 9.900.- (Gisting og morgunverður)

Við bjóðum upp á uppfærslu í stúdíó herbergi á 8.900.-

Gisting & Snjósleðaferð (ISK)
Innskráning
       
       

Kayakpakki

Kayakpakki

Gisting fyrir tvo í standard herbergi með morgunverði ásamt Power Challange kayak ferð með Kayakferðum á Stokkseyri. Róið er með leiðsögn á vatni og sjó á milli skerjagarðanna þar sem finna má forvitna seli og fjölbreytt fuglalíf. Brottför er kl. 10:00 og ferðin tekur um tvo tíma.

Verð á mann 14.500.-

Hægt er að bæta við þriggja rétta kvöldverðarseðli fyrir 7.500.- á mann og auka nótt fyrir 9.900.- (Gisting og morgunverður)

Við bjóðum upp á uppfærslu í stúdíó herbergi á 8.900.-

Gisting & Kayakferð (ISK)
Innskráning
       
       

Þórsmerkurpakki

Þórsmerkurpakki

Gisting fyrir tvo í standard herbergi með morgunverði ásamt jeppaferð í Þórsmörk með Southcoast Adventure. Farið er í ferðina frá Gljúfrabúa og hægt er að velja um brottför kl. 10:00 eða 16:00. Ferðin tekur um 6 tíma.

Verð á mann 29.500.-

Hægt er að bæta við þriggja rétta kvöldverðarseðli fyrir 7.500.- á mann og auka nótt fyrir 9.900.- (Gisting og morgunverður)

Við bjóðum upp á uppfærslu í stúdíó herbergi á 8.900.-

Gisting & Dagsferð í Þórsmörk (ISK)
Innskráning