Hótel Framtíð

Staðsetning: Hótel Framtíð er staðsett á Djúpavogi með frábært útsýni yfir Djúpavogshöfn og er í 8 km fjarlægð frá Búlandstindi.

Herbergin: Á hótelinu eru þrjú einstaklingsherbergi með sameiginlegu Baðherbergi, fimm tveggja manna herbergi án baðs, tuttugu 17m2 herbergi með sturtu, hreinlætisaðstöðu, hárþurrku, sjónvarpi, kaffi - og tesetti, og  þriggja manna 17m2 herbergi með þremur rúmum, sturtu, hreinlætisaðstöðu, hárþurrku og sjónvarpi,

Veitingar: Hótelið býður upp á staðbundna sjávarrétti og bar. Á hótelinu er einnig setustofa/lounge þar sem þú getur sest niður og slakað á með góðan drykk í hönd.

Afþreying: Hægt er að taka langar og stuttar gönguleiðir meðfram stórbrotinni strandlengju eldfjallasandstranda og grýttra gróðurs. Að ganga upp Búlandstind sem 1069 m að hæð er stórkostleg upplifun með fallegt útsýni. Sundlaug og heilsulind Djupivogs er aðeins í 150 metra fjarlægð.

Athugið! Allar bókanir og greiðslur fara fram beint á bókunarsvæði gistiaðila án milligöngu Ferðaeyjunnar.

Hótel Bláfell

Hótel Bláfell var opnað á Breiðdalsvík árið 1983 en er nýlega mikið endurnýjað. Hótelið er umvafið mikilfenglegum fjöllum og svörtum söndum. Hótelið er friðsæl vin mitt í hinni hráu fegurð Breiðdalsvíkur á Austfjörðum.

Á hótelinu eru 37 vel búin herbergi, auk huggulegrar setustofu með arni og bókasafni, finnskri sauna og veitingastaðar. Veitingastaðurinn býður upp á ekta íslenska rétti, matreidda með ferskum hráefnum sem sótt er í nærumhverfi hótelsins.

Framtíð Apartments & Holiday Homes - Austurland

Staðsetning: Framtíð Apartments & Holiday Homes er staðsett á Djúpavogi. Hægt er að velja um sumarhús eða íbúðir, en allar einingarnar eru með sérinngang og bjóða upp á öll helstu nútímaþægindi.

Meyjarskemma íbúðir A og B: Tvær nýjar íbúðir um 49m² að stærð. Íbúðirnar eru búnar einu svefnherbergi með tvíbreiðu rúmi og í stofu er tvíbreiður svefnsófi , þá er einnig mögulegt að koma fyrir einu aukarúmi. Hvor íbúð er með gistirými fyrir allt að 5 manns..  Í báðum íbúðum eru fullbúin eldhús, stofa, hreinlætisaðstaða með baðkari, sturtu og þvottavél/þurrkara.

Sumarhús: Fjögur 28 m² sumarhús með útsýni yfir smábátahöfnina. Öll sumarhúsin eru með einu svefnherbergi og tveimur rúmum, eldunaraðstöðu, setkrók og hreinlætisaðstöðu. Húsin henta vel fyrir tvo til þrjá einstaklinga. Af veröndinni er tilvalið að njóta útsýnisins

Íbúð 1 er 40m2 stúdíóíbúð með tvíbreiðu rúmi og hentug gisting fyrir allt þrjá eintaklinga. Íbúðin er með fullbúnu eldhúsi og hreinlætisaðstöðu.

Íbúð 2 er 40m2 með einu svefnherbergi með tvíbreiðu rúmi og tvíbreiðum svefnsófa í stofu og hentar því vel fyrir 2-4 einstakinga. Íbúðin hefur fullbúið eldhús og hreinlætisaðstöðu. Sameiginleg þvottavél er fyrir íbúð 1 og 2.

Íbúð nr. 3 er 60m2 með tveimur svefnherbergjum og hentar vel fyrir allt að 6 manns. Fullbúið eldhús, hreinlætisaðstaða, þvottavél/þurrkari og verönd með fallegri fjallasýn.

Dekraðu við þig og láttu þér líða eins og heima hjá þér. Falleg fjallasýn og nálægð við nátttúruna. 

Athugið! Allar bókanir og greiðslur fara fram beint á bókunarsvæði gistiaðila án milligöngu Ferðaeyjunnar.

Hostel Framtíð

Hostel Framtíð er farfuglaheimili sem er staðsett á Djúpavogi og býður upp á herbergi með ókeypis Wi-Fi.

Á hostelinu eru 2 til 4 manna 14 fm herbergi með sameiginlegu baðherbergi. Öll herbergin eru með vask en án sérbaðherbergi. Sturtur og salerni eru frammi á gangi. Aðgangur að eldhúsi og setustofu með helstu eldunartækjum, aðstaða fyrir 8 manns að borða samtímis

Hostelið er afar vinsælt hjá hópum sem ferðast saman um Ísland en algengt er að reiðhjólafólk sem kjósa að ferðast um Ísland á reiðhjóli velja Hostelið til að hvíla sig fyrir næstu hjólatörn.

Á meðal vinsællar afþreyingar á svæðinu má nefna gönguferðir og hjólreiðar. Gestir geta leigt reiðhjól á staðnum. Þjóðvegur 1 er í innan við 5 mínútna akstursfjarlægð.


Athugið! Allar bókanir og greiðslur fara fram beint á bókunarsvæði gistiaðila án milligöngu Ferðaeyjunnar.

Framtíð Camping Lodging

Viltu upplifa öðruvísi gistingu?

Staðsetning: Framtíð Camping Lodging er staðsett á Djúpavogi býður upp gistingu í litlum svefnhýsum sem hafa fengið viðurnefnið Gistitunnurnar en það er staðsettar við tjaldsvæði.

Svefnherbergi: Svefnherbergin í gistitunnunum eru með þremur einbreiðum dýnum. Þetta er svefnpokagisting sem þýðir að gestir geta komið með eigin svefnpoka. Einnig geta gestir leigt kodda, sæng, lín og handklæði á staðnum. Allar einingar eru hitaðar með rafmagnsofnum og innihalda setusvæði og rafmagnstengi.

Þjónusta og aðstaða: Í þjónustubyggingunni sem er rétt við hlið tjaldsvæðið hafa gestir aðgang að lítilli verslun, sameiginlegu eldhúsi, sameiginlegum baðherbergjum og sturtuaðstöðu sem þarf að greiða fyrir. Gestir hafa einnig aðgang að sameiginlegu þvottahúsi sem greiða þarf aukalega fyrir. Hótel Framtíð er rétt við hlið tjaldsvæðisins og þar er hægt að nálgast ókeypis þráðlaust net og ýmsar veitingar.

Af áhugaverðum stöðum á Austurlandi má til dæmis nefna Höfn, Jökulsárgljúfur og Fáskrúðsfjörður. Næsti flugvöllur er Egilsstaðaflugvöllur, 86 km frá gististaðnum.

Athugið! Allar bókanir og greiðslur fara fram beint á bókunarsvæði gistiaðila án milligöngu Ferðaeyjunnar.

Hótel Hallormsstaður - Austurland

Staðsetning: Hótel Hallormsstaður er staðsett á fallegum stað nærri gönguleiðum og ýmsum afþreyingartækifærum í skógi við Lagarfljót, 25 km suður af Egilsstöðum.

Herbergi: Hótel Hallormsstaður býður upp á 92 glæsileg herbergi við allra hæfi í miðjum Hallormsstaðaskógi. Mikil áhersla er lögð á þægindi og vellíðan gesta og eru öll herbergin búin vönduðum rúmum og líni. Herbergin eru fallega hönnuð og bjóða upp á öll nútímaþægindi. Frítt Wifi, flatskjá, kaffi, te og hárþurrku ásamt góðri sturtu. Sum herbergjanna bjóða upp á stórkostlegt útsýni yfir skóginn og Lagarfljótið. Öll herbergin eru reyklaus.

Veitingar: KOL BAR & BISTRO fallegur veitingastaður staður á annarri hæð hótelsins með ótrúlega útsýni yfir vatnið og skóginum. Á matseðlinum er fjölhæfur með mikið úrval af góðum mat. Hótel barinn býður upp á ljúffenga drykki og þægileg sæti þar sem gott er að tylla sér með glas í hönd bæði fyrir og eftir kvöldverð.

SPA: Á hótelinu eru úti-og innipottar, infrarauður saunaklefi og gufuklefi. Á hótelinu má finna notalegt nuddherbergi þar sem boðið er upp á úrval af slakandi nuddmeðferðum

Í nágrenninu eru margar fallegar gönguleiðir og gestum er velkomið að leigja fjallahjól á hótelinu. Hestaferðir eru einnig í boði í nágrenninu á sumrin.

Athugið! Allar bókanir og greiðslur fara fram beint á bókunarsvæði gistiaðila án milligöngu Ferðaeyjunnar.

Falleg nýlega uppgerð kósí íbúð með gistirými fyrir 6 manns.

Lýsing:
Íbúðin er hlýleg og kósí.
Íbúðin er á 4 og 5.hæð, neðri hæðin er með 2 svefnherbergi, annað hjónaherbergi með 2földu rúmi, hitt herbergið er með 2 rúmum. Rúmgóð stofa með borðstofuborði, flatskjá og mjög stórum svölum sem snúa að Laugaveginum.
Eldhúsið er með eldavél, örbylgjuofni og helluborði, allt sem þarf til eldamennsku.
Efri hæðin hefur ekki fulla lofthæð en á hæðinni er setustofa og rúm.

Staðsetning
Íbúðin er í miðbæ Reykjavíkur ofarlega á Laugaveginum, rétt við Umferðamiðstöðina, stutt í iðandi mannlíf og menningu, fjöldi vinsælla veitingastaða, kaffihúsa eru í seilingar fjarlægð.

10 mín. göngufæri við Lækjartorg
0 mín. göngufæri við Laugaveg
3 mín. göngufæri frá Sundhöll Reykjavíkur
5 mín. göngufæri við kjörbúð (Bónus Laugavegi)
12 mín. göngufæri frá Hörpunni
3 mín. göngufæri frá Mathöllinni Hlemmi

UMI Hótel

UMI hótelið er staðsett við einn fallegasta fjallgarð landsins. Hótelið er aðeins í um 150 km fjarlægð frá Reykjavík og i um 2 km frá hringveginum. Staðsetning hótelsins býður upp á sterka tengingu við náttúruna, sem gerir gestum kleift að upplifa frið og ró í íslenskri sveitasælu.

Hótelið býður upp á fyrsta flokks veitingastað með einstöku útsýni yfir Vestmannaeyjar og suðurströndina, auk setustofu með útsýni yfir hið fræga eldfjall Eyjafjallajökul og fallega fjalllendi umhverfis það. Við hliðina á hótelinu rennur Svaðbælisá friðsamlega og falleg. Yfir vetrartímann er einstakt útsýni yfir stjörnubjarta himinninn og norðurljósin sem dansa fyrir gesti hótelsins.

Blábjörg Guesthouse - Borgarfjörður eystri

Staðsetning: Blábjörg Guesthouse er staðsett í sjávarþorpinu Borgarfirði eystri, 71 km frá Egilsstöðum. Blábjörg er með gistiheimili, veitingastað og heilsulind. Gistiheimilið býður upp á breitt úrval af gistingu frá herbergjum með sameiginlegri aðstöðu til lúxusíbúða. Boðið er upp á ókeypis WiFi og ókeypis bílastæði.

Tveggja manna herbergi: Björt herbergi með tvíbreið rúm, viðargólfi og gólfhitun. Sameiginleg baðherbergi. Kvistgluggi.
Stúdíoíbúð: Stúdíóíbúðin er með eitt hjónarúm í svefnherberginu, einn svefnsófi í stofunn, flatskjá, eldhúskrók með uppþvottavél, þvottavél og eigin verönd. Baðherbergið er með sturtu. Íbúðin er 60 m² að stærð og rúmar 4 fullorðna.

Tveggja herbergja íbúð: Íbúðin er Björt og nútímaleg tveggja herbergja íbúð með sérinngang, sófa, fullbúnu eldhúsi með uppþvottavél, flatskjá og eigin verönd.  Baðherbergið er með sturtu. Eitt svefnherbergið  er með hjónarúmi og hitt svefnherbergið með tveimur einbreiðum rúm, alls fjögur gistipláss.

Þriggja herbergja íbúð: Íbúðin er björt og nútímaleg þriggja svefnherbergja íbúð með sérinngangi, flatskjá, fullbúnu eldhúsi með uppþvottavél og eigin verönd. Tvö baðherbergi með sturtu. Þvottavél og þurrkari. Eitt svefnherbergi er með einu hjónarúmi, annað svefnherbergið er með einu hjónarúmi, og þriðja svenherbergið er með tveimur einbreiðum rúmum, alls sex gistipláss.

Veitingar: Veitingastaðurinn okkar, Frystiklefinn, býður upp á fjölbreytta rétti þar sem áherslan er á staðbundið ferskt hráefni. Á matseðlinum finnur þú sígilda rétti í  bland við hefðbundinn íslenskan mat, allt frá pizzum til sviðasultu.

Slökun: Ef þig vantar hvíld og slökun, þá er Musterið, Spa&Wellness, fullkominn staður til að slaka á eftir skemmtilegan dag. Útsýnið úr heitu pottunum er stórkostlegt.

Blábjörg býður þér einstakt og frábært tækifæri til að skoða falinn fjársjóð sem heitir Borgarfjörður eystri. Svæðið hefur upp á margt að bjóða fyrir allt náttúruáhugafólk, þar á meðal nokkrar af fjölmennustu byggðum álfa á Íslandi og gífurlega fjölbreytni gönguleiða. Það er stutt í Hafnarhólmann sem býður upp á besta aðgengi að lunda á Íslandi, þar getur þú fylgst með fuglunum í tveggja metra fjarlægð.


Athugið! Allar bókanir og greiðslur fara fram beint á bókunarsvæði gistiaðila án milligöngu Ferðaeyjunnar.

   Fyrri síða12 Næsta síða >>