Hótel Bláfell

Hótel Bláfell var opnað á Breiðdalsvík árið 1983 en er nýlega mikið endurnýjað. Hótelið er umvafið mikilfenglegum fjöllum og svörtum söndum. Hótelið er friðsæl vin mitt í hinni hráu fegurð Breiðdalsvíkur á Austfjörðum.

Á hótelinu eru 37 vel búin herbergi, auk huggulegrar setustofu með arni og bókasafni, finnskri sauna og veitingastaðar. Veitingastaðurinn býður upp á ekta íslenska rétti, matreidda með ferskum hráefnum sem sótt er í nærumhverfi hótelsins.

Hótel Framtíð

Staðsetning: Hótel Framtíð er staðsett á Djúpavogi með frábært útsýni yfir Djúpavogshöfn og er í 8 km fjarlægð frá Búlandstindi.

Herbergin: Á hótelinu eru þrjú einstaklingsherbergi með sameiginlegu Baðherbergi, fimm tveggja manna herbergi án baðs, tuttugu 17m2 herbergi með sturtu, hreinlætisaðstöðu, hárþurrku, sjónvarpi, kaffi - og tesetti, og  þriggja manna 17m2 herbergi með þremur rúmum, sturtu, hreinlætisaðstöðu, hárþurrku og sjónvarpi,

Veitingar: Hótelið býður upp á staðbundna sjávarrétti og bar. Á hótelinu er einnig setustofa/lounge þar sem þú getur sest niður og slakað á með góðan drykk í hönd.

Afþreying: Hægt er að taka langar og stuttar gönguleiðir meðfram stórbrotinni strandlengju eldfjallasandstranda og grýttra gróðurs. Að ganga upp Búlandstind sem 1069 m að hæð er stórkostleg upplifun með fallegt útsýni. Sundlaug og heilsulind Djupivogs er aðeins í 150 metra fjarlægð.

Athugið! Allar bókanir og greiðslur fara fram beint á bókunarsvæði gistiaðila án milligöngu Ferðaeyjunnar.

Framtíð Apartments & Holiday Homes - Austurland

Staðsetning: Framtíð Apartments & Holiday Homes er staðsett á Djúpavogi. Hægt er að velja um sumarhús eða íbúðir, en allar einingarnar eru með sérinngang og bjóða upp á öll helstu nútímaþægindi.

Meyjarskemma íbúðir A og B: Tvær nýjar íbúðir um 49m² að stærð. Íbúðirnar eru búnar einu svefnherbergi með tvíbreiðu rúmi og í stofu er tvíbreiður svefnsófi , þá er einnig mögulegt að koma fyrir einu aukarúmi. Hvor íbúð er með gistirými fyrir allt að 5 manns..  Í báðum íbúðum eru fullbúin eldhús, stofa, hreinlætisaðstaða með baðkari, sturtu og þvottavél/þurrkara.

Sumarhús: Fjögur 28 m² sumarhús með útsýni yfir smábátahöfnina. Öll sumarhúsin eru með einu svefnherbergi og tveimur rúmum, eldunaraðstöðu, setkrók og hreinlætisaðstöðu. Húsin henta vel fyrir tvo til þrjá einstaklinga. Af veröndinni er tilvalið að njóta útsýnisins

Íbúð 1 er 40m2 stúdíóíbúð með tvíbreiðu rúmi og hentug gisting fyrir allt þrjá eintaklinga. Íbúðin er með fullbúnu eldhúsi og hreinlætisaðstöðu.

Íbúð 2 er 40m2 með einu svefnherbergi með tvíbreiðu rúmi og tvíbreiðum svefnsófa í stofu og hentar því vel fyrir 2-4 einstakinga. Íbúðin hefur fullbúið eldhús og hreinlætisaðstöðu. Sameiginleg þvottavél er fyrir íbúð 1 og 2.

Íbúð nr. 3 er 60m2 með tveimur svefnherbergjum og hentar vel fyrir allt að 6 manns. Fullbúið eldhús, hreinlætisaðstaða, þvottavél/þurrkari og verönd með fallegri fjallasýn.

Dekraðu við þig og láttu þér líða eins og heima hjá þér. Falleg fjallasýn og nálægð við nátttúruna. 

Athugið! Allar bókanir og greiðslur fara fram beint á bókunarsvæði gistiaðila án milligöngu Ferðaeyjunnar.

Hostel Framtíð

Hostel Framtíð er farfuglaheimili sem er staðsett á Djúpavogi og býður upp á herbergi með ókeypis Wi-Fi.

Á hostelinu eru 2 til 4 manna 14 fm herbergi með sameiginlegu baðherbergi. Öll herbergin eru með vask en án sérbaðherbergi. Sturtur og salerni eru frammi á gangi. Aðgangur að eldhúsi og setustofu með helstu eldunartækjum, aðstaða fyrir 8 manns að borða samtímis

Hostelið er afar vinsælt hjá hópum sem ferðast saman um Ísland en algengt er að reiðhjólafólk sem kjósa að ferðast um Ísland á reiðhjóli velja Hostelið til að hvíla sig fyrir næstu hjólatörn.

Á meðal vinsællar afþreyingar á svæðinu má nefna gönguferðir og hjólreiðar. Gestir geta leigt reiðhjól á staðnum. Þjóðvegur 1 er í innan við 5 mínútna akstursfjarlægð.


Athugið! Allar bókanir og greiðslur fara fram beint á bókunarsvæði gistiaðila án milligöngu Ferðaeyjunnar.

Framtíð Camping Lodging

Viltu upplifa öðruvísi gistingu?

Staðsetning: Framtíð Camping Lodging er staðsett á Djúpavogi býður upp gistingu í litlum svefnhýsum sem hafa fengið viðurnefnið Gistitunnurnar en það er staðsettar við tjaldsvæði.

Svefnherbergi: Svefnherbergin í gistitunnunum eru með þremur einbreiðum dýnum. Þetta er svefnpokagisting sem þýðir að gestir geta komið með eigin svefnpoka. Einnig geta gestir leigt kodda, sæng, lín og handklæði á staðnum. Allar einingar eru hitaðar með rafmagnsofnum og innihalda setusvæði og rafmagnstengi.

Þjónusta og aðstaða: Í þjónustubyggingunni sem er rétt við hlið tjaldsvæðið hafa gestir aðgang að lítilli verslun, sameiginlegu eldhúsi, sameiginlegum baðherbergjum og sturtuaðstöðu sem þarf að greiða fyrir. Gestir hafa einnig aðgang að sameiginlegu þvottahúsi sem greiða þarf aukalega fyrir. Hótel Framtíð er rétt við hlið tjaldsvæðisins og þar er hægt að nálgast ókeypis þráðlaust net og ýmsar veitingar.

Af áhugaverðum stöðum á Austurlandi má til dæmis nefna Höfn, Jökulsárgljúfur og Fáskrúðsfjörður. Næsti flugvöllur er Egilsstaðaflugvöllur, 86 km frá gististaðnum.

Athugið! Allar bókanir og greiðslur fara fram beint á bókunarsvæði gistiaðila án milligöngu Ferðaeyjunnar.

Hótel Varmaland - Vesturland

Staðsetning: Hótel Varmaland er staðsett við Varmalandsbyggðina sem er í tungunni á milli Hvítár og Norðurár, á jarðhitasvæðinu Stafholtstungur.  Á svæðinu búa um 20 manns allt árið um kring og er bæði leik- og grunnskóli fyrir nærsveitina staðsettur þar. Hótel Varmaland er aðeins um klukkustundar akstur frá höfuðborgarsvæðinu og um 15 mínútur frá Borgarnesi.

Herbergi: Á hótelinu eru 60 endurnýjuð herbergi í skandinavískum stíl, útbúin öllum helstu þægindum. Þar sem lagt var upp með að halda sjarma gamla húsmæðraskólans eru herbergin mismunandi að stærð. Economy herbergi er góður valkostur fyrir einstakling eða par en í Standard herbergjum er hægt að velja á milli þess að hafa tvíbreið rúm eða tvö rúm með náttborði á milli. Deluxe og Superior herbergi eru stærri og þar er hægt að bæta við auka rúmi svo herbergin geta rúmað allt að fjóra gesti. Öll herbergi eru með sér baðherbergi og baðvörum, sjónvarpi, te- og kaffiaðstöðu og þráðlaust net er um allt hótel.

Veitingar: Á hótelinu er hinn glæsilegi Calor veitingastaður með stórbrotið útsýni til allra átta yfir Borgarfjörðinn.  Í eldhúsi Calor töfra kokkarnir fram ljúffengar kræsingar.  Boðið er upp á morgunverðarhlaðborð sem er innifalið í gistingunni, árstíðatengdan „a la carte“ matseðil og hópamatseðil.  Eins er boðið upp á sérsniðna matseðla með fjölbreyttum veitingum við ýmis tækifæri.

Um er ræða eitt af fallegustu hótelum á landinu.

Athugið! Allar bókanir og greiðslur fara fram beint á bókunarsvæði gistiaðila án milligöngu Ferðaeyjunnar.

Diamond Suites Hotel

Staðsetning: Diamond Suites i statt í hjarta Reykjanesbæjar. Diamond Suites er 34 km frá Reykjavík og er í sama húsnæði og Hótel Keflavík. Hótelið er með verönd og sjávarútsýni og gestir geta fengið sér drykk á barnum. Ókeypis WiFi er í boði á gististaðnum og ókeypis einkabílastæði. 

Veitingar: Kef Bar and Restaurant - Þessi staður er veitingastaður með útsýni yfir hafið, skandinavísk matargerðarlist er sérgrein staðarins og í boði eru hádegisverður og kvöldverður. Gestir geta fengið sér drykk á barnum. Í boði er „Happy hour“.


Afþreying: Ókeypis notkun reiðhjóla er í boði á þessu hóteli og svæðið er vinsælt fyrir hjólreiðar. Hótelið býður einnig upp á bílaleigu. Bláa lónið er aðeins 21 km fjarlægð og stutt er upp á  Keflavíkurflugvöll eða aðeins4 km frá gististaðnum. Aðgangi er að líkamsræktarstöðu þar sem gestir geta notað margskonar líkamsræktartæki, spinning og aerobic tíma sem og saunu og ljósabekki. Golf er í nágreninu, góðar göngu- og hjólaleiðri er alls staðar í kring, Menningar- og listastöðin Duushús, Skessuhellir, Rokksafn Íslands, Stekkjakot, Víkingheimar svo eitthvað sé nefnt.

Herbergi: Á hótelinu eru 6 herbergi. Öll herbergin eru með lúxus húsgögn og rúmgott setusvæði. Herbergin eru með sérbaðherbergi með baðkari eða sturtu, baðsloppum og ókeypis snyrtivörum. Superior herbergi eru með nuddpottum og heitum pottum. Flatskjár frá Bang Olufsen, iPad og iMac eru staðalbúnaður í öllum herbergjum Diamond Suites. Herbergin eru á efstu hæð sem býður upp á fallegt hannað setusvæði þar sem gestir geta gengið út á svalir þar sem er lúxus nuddpottur með fullkomnu útsýni yfir bæinn, Atlantshafið og Reykjanesskaga.

Gestir okkar þurfa ekki að fara langt ail að sjá töfrandi staði og upplifa alla þá fallegu náttúru sem Reykjanesið okkar hefur að bjóða. Hótel Keflavík/Diamind Suites er opið 24/7 og móttökustarsfólk okkar mun glaðlega aðstoða þig við að skipuleggja ferðalagið þitt á svæðinu. Við getum mælt með veitingastöðum, skoðunarferðum og akstri. Leyfðu okkur að vera partur af þínu ferðalagi um Reykjanesið.


GJAFABRÉF !

Frábært úrval af sumargjafabréfum.  SMELLTU HÉR

Athugið! Allar bókanir og greiðslur fara fram beint á bókunarsvæði gistiaðila án milligöngu Ferðaeyjunnar.

Um íbúðina
Um er að ræða 90 fm íbúð á 2. hæð við Ráðhústorg Akureyrar með frábæru útsýni yfir iðandi mannlífið og torgið. Íbúðin er á 2.hæð á Ráðhústorginu, eldhúsið er stórt og vel búið með uppþvottavél, ofni, örbylgjuofni, kaffivél og stóru borðstofuborði. Opið er úr eldhúsinu yfir í rúmgóða stofu með stórum sófa og sjónvarpi.

Nánari lýsing:
Hjónaherbergi með stóru rúmi, skápum og útgengi á svalir og 2 herbergi, hvort með 2 rúmum, samtals eru því rúm fyrir 6 manns.
Þvottahús með þvottavél og þurrkara er í íbúðinni.
Rúmgott baðherbergi með sturtuklefa.
Borðstofan og stofan eru mjög smekkleg í einu rými með stóru borði með stólum til að njóta kvöldverðar, með sófa ásamt nýju snjallsjónvarpi.

Mjög vel búin íbúð með háhraða interneti.

Staðsetning:
Íbúðin er í hjarta Akureyrar glæsilegt útsýni yfir Ráðhústorg, fjöldi vinsælla veitingastaða, kaffihúsa og Græni hatturinn einn þekktasti tónleikastaður landsins eru í seilingar fjarlægð. Stuttur göngutúr í menningarhúsið Hof og í slökun í Sundlaug Akureyrar.

0 mín. göngufæri frá aðalgöngugötu
10 mín. göngufæri frá sundlaug.
12 mín. göngufæri við kjörbúð.
5 mín. göngufæri frá strætóstöð.
3 mín. göngufæri í Hof menningarhús
5 mín. akstursfjarlægð frá flugvelli.
Frábær staður til að vera hvort sem það er sumar, vetur, vor eða haust.

Hótel Laxnes

Hótel Laxnes er staðsett í Mosfellsbæ aðeins 10 mín akstursfjarlægð frá miðbæ Reykjavíkur. Á hótelinu eru 26 herbergi sem skiptast niður í tveggja manna herbergi, fjölskylduherbergi og svítu.
Rúmgóðu herbergin okkar eru snyrtilega innréttuð með hagnýtum stíl með áherslu á að bjóða gestum okkar að meta tignarlegt landslag. Öll herbergin eru með sérbaðherbergi með baðkari, ókeypis WiFi og aðgang að bílastæðum á staðnum.

Flest herbergin snúa í norðurátt með stórkostlegu útsýni yfir hið fræga fjall Esju.

Greenhouse Hótel í Hveragerði
Hótelið var byggt árið 2020 og hafa gestir aðgang að fjölda aðstöðu í byggingunni svo sem mathöll með fjölda veitingahúsa, gjafaverslun og sýning í kjallaranum.
Gestir fá frían aðgang að sundlauginni í Laugarskarði, frían aðgang að hjólum ásamt fríu interneti og bílastæði. 

Hótelið er staðsett á horni Breiðumarkar og Sunnumarkar og aðeins 30 mínútna akstur frá Reykjavík. Hótelið okkar er "grænt" og sjálfbært og það er okkar mottó. Hótelið er einnig eitt af fáum byggingum með UN "BREAM" vottorðið sem við erum stolt af.

   Fyrri síða12 Næsta síða >>