Hótel Framtíð

Staðsetning: Hótel Framtíð er staðsett á Djúpavogi með frábært útsýni yfir Djúpavogshöfn og er í 8 km fjarlægð frá Búlandstindi.

Herbergin: Á hótelinu eru þrjú einstaklingsherbergi með sameiginlegu Baðherbergi, fimm tveggja manna herbergi án baðs, tuttugu 17m2 herbergi með sturtu, hreinlætisaðstöðu, hárþurrku, sjónvarpi, kaffi - og tesetti, og  þriggja manna 17m2 herbergi með þremur rúmum, sturtu, hreinlætisaðstöðu, hárþurrku og sjónvarpi,

Veitingar: Hótelið býður upp á staðbundna sjávarrétti og bar. Á hótelinu er einnig setustofa/lounge þar sem þú getur sest niður og slakað á með góðan drykk í hönd.

Afþreying: Hægt er að taka langar og stuttar gönguleiðir meðfram stórbrotinni strandlengju eldfjallasandstranda og grýttra gróðurs. Að ganga upp Búlandstind sem 1069 m að hæð er stórkostleg upplifun með fallegt útsýni. Sundlaug og heilsulind Djupivogs er aðeins í 150 metra fjarlægð.

Athugið! Allar bókanir og greiðslur fara fram beint á bókunarsvæði gistiaðila án milligöngu Ferðaeyjunnar.

Hótel Bláfell

Hótel Bláfell var opnað á Breiðdalsvík árið 1983 en er nýlega mikið endurnýjað. Hótelið er umvafið mikilfenglegum fjöllum og svörtum söndum. Hótelið er friðsæl vin mitt í hinni hráu fegurð Breiðdalsvíkur á Austfjörðum.

Á hótelinu eru 37 vel búin herbergi, auk huggulegrar setustofu með arni og bókasafni, finnskri sauna og veitingastaðar. Veitingastaðurinn býður upp á ekta íslenska rétti, matreidda með ferskum hráefnum sem sótt er í nærumhverfi hótelsins.

Framtíð Apartments & Holiday Homes - Austurland

Staðsetning: Framtíð Apartments & Holiday Homes er staðsett á Djúpavogi. Hægt er að velja um sumarhús eða íbúðir, en allar einingarnar eru með sérinngang og bjóða upp á öll helstu nútímaþægindi.

Meyjarskemma íbúðir A og B: Tvær nýjar íbúðir um 49m² að stærð. Íbúðirnar eru búnar einu svefnherbergi með tvíbreiðu rúmi og í stofu er tvíbreiður svefnsófi , þá er einnig mögulegt að koma fyrir einu aukarúmi. Hvor íbúð er með gistirými fyrir allt að 5 manns..  Í báðum íbúðum eru fullbúin eldhús, stofa, hreinlætisaðstaða með baðkari, sturtu og þvottavél/þurrkara.

Sumarhús: Fjögur 28 m² sumarhús með útsýni yfir smábátahöfnina. Öll sumarhúsin eru með einu svefnherbergi og tveimur rúmum, eldunaraðstöðu, setkrók og hreinlætisaðstöðu. Húsin henta vel fyrir tvo til þrjá einstaklinga. Af veröndinni er tilvalið að njóta útsýnisins

Íbúð 1 er 40m2 stúdíóíbúð með tvíbreiðu rúmi og hentug gisting fyrir allt þrjá eintaklinga. Íbúðin er með fullbúnu eldhúsi og hreinlætisaðstöðu.

Íbúð 2 er 40m2 með einu svefnherbergi með tvíbreiðu rúmi og tvíbreiðum svefnsófa í stofu og hentar því vel fyrir 2-4 einstakinga. Íbúðin hefur fullbúið eldhús og hreinlætisaðstöðu. Sameiginleg þvottavél er fyrir íbúð 1 og 2.

Íbúð nr. 3 er 60m2 með tveimur svefnherbergjum og hentar vel fyrir allt að 6 manns. Fullbúið eldhús, hreinlætisaðstaða, þvottavél/þurrkari og verönd með fallegri fjallasýn.

Dekraðu við þig og láttu þér líða eins og heima hjá þér. Falleg fjallasýn og nálægð við nátttúruna. 

Athugið! Allar bókanir og greiðslur fara fram beint á bókunarsvæði gistiaðila án milligöngu Ferðaeyjunnar.

Hostel Framtíð

Hostel Framtíð er farfuglaheimili sem er staðsett á Djúpavogi og býður upp á herbergi með ókeypis Wi-Fi.

Á hostelinu eru 2 til 4 manna 14 fm herbergi með sameiginlegu baðherbergi. Öll herbergin eru með vask en án sérbaðherbergi. Sturtur og salerni eru frammi á gangi. Aðgangur að eldhúsi og setustofu með helstu eldunartækjum, aðstaða fyrir 8 manns að borða samtímis

Hostelið er afar vinsælt hjá hópum sem ferðast saman um Ísland en algengt er að reiðhjólafólk sem kjósa að ferðast um Ísland á reiðhjóli velja Hostelið til að hvíla sig fyrir næstu hjólatörn.

Á meðal vinsællar afþreyingar á svæðinu má nefna gönguferðir og hjólreiðar. Gestir geta leigt reiðhjól á staðnum. Þjóðvegur 1 er í innan við 5 mínútna akstursfjarlægð.


Athugið! Allar bókanir og greiðslur fara fram beint á bókunarsvæði gistiaðila án milligöngu Ferðaeyjunnar.

Framtíð Camping Lodging

Viltu upplifa öðruvísi gistingu?

Staðsetning: Framtíð Camping Lodging er staðsett á Djúpavogi býður upp gistingu í litlum svefnhýsum sem hafa fengið viðurnefnið Gistitunnurnar en það er staðsettar við tjaldsvæði.

Svefnherbergi: Svefnherbergin í gistitunnunum eru með þremur einbreiðum dýnum. Þetta er svefnpokagisting sem þýðir að gestir geta komið með eigin svefnpoka. Einnig geta gestir leigt kodda, sæng, lín og handklæði á staðnum. Allar einingar eru hitaðar með rafmagnsofnum og innihalda setusvæði og rafmagnstengi.

Þjónusta og aðstaða: Í þjónustubyggingunni sem er rétt við hlið tjaldsvæðið hafa gestir aðgang að lítilli verslun, sameiginlegu eldhúsi, sameiginlegum baðherbergjum og sturtuaðstöðu sem þarf að greiða fyrir. Gestir hafa einnig aðgang að sameiginlegu þvottahúsi sem greiða þarf aukalega fyrir. Hótel Framtíð er rétt við hlið tjaldsvæðisins og þar er hægt að nálgast ókeypis þráðlaust net og ýmsar veitingar.

Af áhugaverðum stöðum á Austurlandi má til dæmis nefna Höfn, Jökulsárgljúfur og Fáskrúðsfjörður. Næsti flugvöllur er Egilsstaðaflugvöllur, 86 km frá gististaðnum.

Athugið! Allar bókanir og greiðslur fara fram beint á bókunarsvæði gistiaðila án milligöngu Ferðaeyjunnar.

Lúxusíbúð í miðbæ Akureyrar

Staðsetning: Láttu fara vel um þig og þína í lúxusíbúð í miðbæ Akureyrar. Íbúðin er 130 fm og er afar falleg og snyrtilegt. Íbúðin er með öllum helstu þægindum m.a. háhraðanettengingu, 70 tommu sjónvarpi, hljómtækjum, öllum sjónvarpsrásum í boði á Íslandi (staðbundnum og alþjóðlegum - líka enski boltinn) og Nespresso vél.

Herbergin: Í íbúðinni eru þrjú herbergi, eitt herbergi með King-size rúmi, annað með King-size stærð sem hægt er að breyta í tvö einbreið og auk þess er eitt einbreitt rúm, og þriðja svefnherbergið er með Queen-size rúmi með einbreiðu rúmi fyrir ofan (koju). Íbúðin er með stóru baðherbergi, bæði sturtu og baðkari og þvottahúsi þar sem má finna bæði þvottavél og þurrkara, strauborð og gufujárn.

Í nágrenni: Íbúðin er staðsett beint á horni Ráðhústorgsins og aðal göngugötunnar (verslunar) Akureyrar. Sundlaug Akureyrar er aðeins í 7-10 mínútna göngufjarlægð og allir bestu veitingastaðirnir, barirnir og kaffihúsin eru í göngufjarlægð frá íbúðinni. Ókeypis bílastæði eru í aðeins 200 metra fjarlægð.

Afþreying: Mývatn, Dynjandi og Goðafoss eru í um það bil klukkustundar akstursfjarlægð frá íbúðinni. Þetta er einstök íbúð varðandi stíl, þægindi og síðast en ekki síst staðsetningu sem gerir þér kleift að skoða Akureyri fótgangandi.

Hér er á ferðinni lúxusíbúð sem hentar vel fyrir smærri hópa eða fjölskyldur.

Kast Guesthouse

Kast Guesthouse er staðsett í Lýsudal í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Nafn gistihússins er dregið af friðsælu og grasrými fyrir ofan gistihúsið þar sem hryssurnar kasta oft folöldum sínum.

Gistihúsið opnaði í júní 2011. Hótelið byrjaði með 16 herbergi á þessum fallega stað, umkringd sjávarútsýni, fjöllum og auðvitað með hestunum í bakgarðinum. Árið 2014 var vígt ný byggingu með 11 fallegum herbergjum og urðu þá herbergin alls 27 í heildina.
Kast Guesthouse er fjölskyldurekið Hótel, með hjálp frá reyndum einstaklingum víðsvegar um heiminn. Sem hafa heillast að Íslandi og verið á Hótelinu til að vinna og njóta þess sem landið okkar hefur upp á að bjóða.

Björt og fallega innréttuð herbergin eru á Kast Guesthouse, öll herbergin eru með viðargólf og útsýni yfir náttúruna í kring. Gestir geta valið herbergi með annaðhvort sér- eða sameiginlegri baðherbergisaðstöðu (aðeins deilt á milli 2 herbergja). Hótelið býður einnig upp á þriggja manna og fjölskyldu herbergi. Sameiginleg svæði með setustofu, sjónvarpi og útiverönd með útihúsgögnum til að njóta náttúrunnar á fallegum sumar- og vetrardögum

Gistihúsið er með framúrskarandi veitingastað sem hentar 50 manns. Ljúffengur matur er útbúinn í eldhúsi Kast með eins mörgum staðbundnum og ferskum hráefnum og við getum. Morgunverður og kvöldverður geta breyst eftir árstíðum til að aðlaga ferðamynstur gesta okkar.

Um íbúðina
Björt og falleg nýuppgerð 75fm íbúð með fallegu fjalla og sjávar útsýni yfir Akureyri. Gisting fyrir allt að 7.
Öll helstu þægindi innifalin, vel útbúið eldhús með uppþvottavél, nýtt snjallsjónvarp með Netflix, háhraða internet, þvottavél og þurrkari.
Komið er inn í forstofu þaðan er gengið inn á baðherbergið.
Úr forstofu er farið inn í íbúðina á hægri hönd er hjónaherbergi með 2földu rúmi og góðum skápum, á vinstri hönd er herbergi með koju, neðri kojan er 140 cm og efri 90cm.

Stofan með svefnsófa og nýju snjallsjónvarpi, úr stofunni er frábært útsýni er yfir Greifavöllinn, Akureyri og Vaðlaheiðina.
Eldhúsið er vel tækjum búið með uppþvottavél, ofni, örbylgjuofni, kaffivél og rúmgóðum ísskáp.

Staðsetning
Staðsetningin er á Brekkugötu sem liggur upp frá Ráðhústorgi. Stutt er allt það helsta sem Akureyri hefur uppá að bjóða, svo sem veitingastaði og kaffihús, verslanir, menningarhúsið Hof. Sundlaug Akureyrar er í 10 mínútna göngufjarlægð.
Næg bílastæði eru í Brekkugötu fyrir framan húsið. Frábærir veitingastaðir og kaffihús allt um kring.

3 mín. göngufæri frá aðalgöngugötu
10 mín. göngufæri frá sundlaug.
10 mín. göngufæri við kjörbúð.
5 mín. göngufæri frá strætóstöð.
5 mín. akstursfjarlægð frá flugvelli.

Æðisleg íbúð til að slaka á eftir ferðalag/skíði/göngu eða bara einfaldlega til að njóta á frábærum stað í frábæru umhverfi.

Hótel Smyrlabjörg

Smyrlabjörg er sveitahótel með 68 björtum og vel útbúnum tveggja, þriggja og fjögurra manna herbergjum með sérbaði.  Ágætis aðstaða er fyrir fatlaða. Hárþurrkur, sjónvarp og þráðlaust net er í öllum herbergjum.

Veitingastaðurinn er alla jafn opin allt árið. Á matseðlinum er að finna fjölbreytta og fjölskylduvæna rétti.
Í nágrenninu eru margar af fallegustu náttúruperlum landsins. Mikið af fjölbreyttri og skemmtilegri afþreyingu allt í kring.

Gisting í lúxusíbúð á höfuðborgarsvæðinu

Gisting fyrir allt að sex manns
Húsið er 160 fermetra lúxusíbúð með 3 einkabílastæði, bílastæðin eru vöktuð með myndavélum allan sólarhringinn, stór einkagarður og verönd með rúmgóðum heitum potti algerlega framúrskarandi svæði. Baðherbergin eru einnig með upphituð marmaragólf og handklæðaofn. Gestir geta deilt frábæru útsýni yfir kvöldverðinn við matarborði, sem er með þægilegum sætum fyrir allt að 8 manns. 


Húsið hefur að geyma öll helstu tæki og búnað t.d. sjónvarp, þvottavél, uppþvottavél, þurrkari, gasgrill, þráðlaust internet, loftkæling o.f.

Allt er þetta í aðeins 15 mínútna fjarlægð frá miðbæ Reykjavíkur. Boðið er upp á útigufubað sem er eins og gamalt torfhús, í líkingu eins og það var byggt í kringum árin 1700. Einkasvalir eru við húsið með heitum potti og algerlega frábæru fjallaútsýni. Stór einkagarður og verönd eru við húsið, húsinu fylgja 3 einkabílastæði. Bílastæðin eru vöktuð með myndavélum allan sólarhringinn

Húsið er mitt á milli  Smáralind og Kringlunnar (í innan við 5 mínútna akstursfjarlægð) og í 10 mínútna akstursfjarlægð frá Nauthólsvík. Það eru margir möguleikar í nágrenninu fyrir dásamlegan mat og jafnvel matvöruverslanir. 

Kíktu í höfuðborgina og láttu fara vel um þig og þína í fallegri eign. 


Athugið! Allar bókanir og greiðslur fara fram beint á bókunarsvæði gistiaðila án milligöngu Ferðaeyjunnar.

   Fyrri síða12 Næsta síða >>