Hótel Framtíð

Staðsetning: Hótel Framtíð er staðsett á Djúpavogi með frábært útsýni yfir Djúpavogshöfn og er í 8 km fjarlægð frá Búlandstindi.

Herbergin: Á hótelinu eru þrjú einstaklingsherbergi með sameiginlegu Baðherbergi, fimm tveggja manna herbergi án baðs, tuttugu 17m2 herbergi með sturtu, hreinlætisaðstöðu, hárþurrku, sjónvarpi, kaffi - og tesetti, og  þriggja manna 17m2 herbergi með þremur rúmum, sturtu, hreinlætisaðstöðu, hárþurrku og sjónvarpi,

Veitingar: Hótelið býður upp á staðbundna sjávarrétti og bar. Á hótelinu er einnig setustofa/lounge þar sem þú getur sest niður og slakað á með góðan drykk í hönd.

Afþreying: Hægt er að taka langar og stuttar gönguleiðir meðfram stórbrotinni strandlengju eldfjallasandstranda og grýttra gróðurs. Að ganga upp Búlandstind sem 1069 m að hæð er stórkostleg upplifun með fallegt útsýni. Sundlaug og heilsulind Djupivogs er aðeins í 150 metra fjarlægð.

Athugið! Allar bókanir og greiðslur fara fram beint á bókunarsvæði gistiaðila án milligöngu Ferðaeyjunnar.

Hótel Bláfell

Hótel Bláfell var opnað á Breiðdalsvík árið 1983 en er nýlega mikið endurnýjað. Hótelið er umvafið mikilfenglegum fjöllum og svörtum söndum. Hótelið er friðsæl vin mitt í hinni hráu fegurð Breiðdalsvíkur á Austfjörðum.

Á hótelinu eru 37 vel búin herbergi, auk huggulegrar setustofu með arni og bókasafni, finnskri sauna og veitingastaðar. Veitingastaðurinn býður upp á ekta íslenska rétti, matreidda með ferskum hráefnum sem sótt er í nærumhverfi hótelsins.

Framtíð Apartments & Holiday Homes - Austurland

Staðsetning: Framtíð Apartments & Holiday Homes er staðsett á Djúpavogi. Hægt er að velja um sumarhús eða íbúðir, en allar einingarnar eru með sérinngang og bjóða upp á öll helstu nútímaþægindi.

Meyjarskemma íbúðir A og B: Tvær nýjar íbúðir um 49m² að stærð. Íbúðirnar eru búnar einu svefnherbergi með tvíbreiðu rúmi og í stofu er tvíbreiður svefnsófi , þá er einnig mögulegt að koma fyrir einu aukarúmi. Hvor íbúð er með gistirými fyrir allt að 5 manns..  Í báðum íbúðum eru fullbúin eldhús, stofa, hreinlætisaðstaða með baðkari, sturtu og þvottavél/þurrkara.

Sumarhús: Fjögur 28 m² sumarhús með útsýni yfir smábátahöfnina. Öll sumarhúsin eru með einu svefnherbergi og tveimur rúmum, eldunaraðstöðu, setkrók og hreinlætisaðstöðu. Húsin henta vel fyrir tvo til þrjá einstaklinga. Af veröndinni er tilvalið að njóta útsýnisins

Íbúð 1 er 40m2 stúdíóíbúð með tvíbreiðu rúmi og hentug gisting fyrir allt þrjá eintaklinga. Íbúðin er með fullbúnu eldhúsi og hreinlætisaðstöðu.

Íbúð 2 er 40m2 með einu svefnherbergi með tvíbreiðu rúmi og tvíbreiðum svefnsófa í stofu og hentar því vel fyrir 2-4 einstakinga. Íbúðin hefur fullbúið eldhús og hreinlætisaðstöðu. Sameiginleg þvottavél er fyrir íbúð 1 og 2.

Íbúð nr. 3 er 60m2 með tveimur svefnherbergjum og hentar vel fyrir allt að 6 manns. Fullbúið eldhús, hreinlætisaðstaða, þvottavél/þurrkari og verönd með fallegri fjallasýn.

Dekraðu við þig og láttu þér líða eins og heima hjá þér. Falleg fjallasýn og nálægð við nátttúruna. 

Athugið! Allar bókanir og greiðslur fara fram beint á bókunarsvæði gistiaðila án milligöngu Ferðaeyjunnar.

Hostel Framtíð

Hostel Framtíð er farfuglaheimili sem er staðsett á Djúpavogi og býður upp á herbergi með ókeypis Wi-Fi.

Á hostelinu eru 2 til 4 manna 14 fm herbergi með sameiginlegu baðherbergi. Öll herbergin eru með vask en án sérbaðherbergi. Sturtur og salerni eru frammi á gangi. Aðgangur að eldhúsi og setustofu með helstu eldunartækjum, aðstaða fyrir 8 manns að borða samtímis

Hostelið er afar vinsælt hjá hópum sem ferðast saman um Ísland en algengt er að reiðhjólafólk sem kjósa að ferðast um Ísland á reiðhjóli velja Hostelið til að hvíla sig fyrir næstu hjólatörn.

Á meðal vinsællar afþreyingar á svæðinu má nefna gönguferðir og hjólreiðar. Gestir geta leigt reiðhjól á staðnum. Þjóðvegur 1 er í innan við 5 mínútna akstursfjarlægð.


Athugið! Allar bókanir og greiðslur fara fram beint á bókunarsvæði gistiaðila án milligöngu Ferðaeyjunnar.

Framtíð Camping Lodging

Viltu upplifa öðruvísi gistingu?

Staðsetning: Framtíð Camping Lodging er staðsett á Djúpavogi býður upp gistingu í litlum svefnhýsum sem hafa fengið viðurnefnið Gistitunnurnar en það er staðsettar við tjaldsvæði.

Svefnherbergi: Svefnherbergin í gistitunnunum eru með þremur einbreiðum dýnum. Þetta er svefnpokagisting sem þýðir að gestir geta komið með eigin svefnpoka. Einnig geta gestir leigt kodda, sæng, lín og handklæði á staðnum. Allar einingar eru hitaðar með rafmagnsofnum og innihalda setusvæði og rafmagnstengi.

Þjónusta og aðstaða: Í þjónustubyggingunni sem er rétt við hlið tjaldsvæðið hafa gestir aðgang að lítilli verslun, sameiginlegu eldhúsi, sameiginlegum baðherbergjum og sturtuaðstöðu sem þarf að greiða fyrir. Gestir hafa einnig aðgang að sameiginlegu þvottahúsi sem greiða þarf aukalega fyrir. Hótel Framtíð er rétt við hlið tjaldsvæðisins og þar er hægt að nálgast ókeypis þráðlaust net og ýmsar veitingar.

Af áhugaverðum stöðum á Austurlandi má til dæmis nefna Höfn, Jökulsárgljúfur og Fáskrúðsfjörður. Næsti flugvöllur er Egilsstaðaflugvöllur, 86 km frá gististaðnum.

Athugið! Allar bókanir og greiðslur fara fram beint á bókunarsvæði gistiaðila án milligöngu Ferðaeyjunnar.

Um íbúðina
Björt og falleg nýuppgerð 75fm íbúð með fallegu fjalla og sjávar útsýni yfir Akureyri. Gisting fyrir allt að 7.
Öll helstu þægindi innifalin, vel útbúið eldhús með uppþvottavél, nýtt snjallsjónvarp með Netflix, háhraða internet, þvottavél og þurrkari.
Komið er inn í forstofu þaðan er gengið inn á baðherbergið.
Úr forstofu er farið inn í íbúðina á hægri hönd er hjónaherbergi með 2földu rúmi og góðum skápum, á vinstri hönd er herbergi með koju, neðri kojan er 140 cm og efri 90cm.

Stofan með svefnsófa og nýju snjallsjónvarpi, úr stofunni er frábært útsýni er yfir Greifavöllinn, Akureyri og Vaðlaheiðina.
Eldhúsið er vel tækjum búið með uppþvottavél, ofni, örbylgjuofni, kaffivél og rúmgóðum ísskáp.

Staðsetning
Staðsetningin er á Brekkugötu sem liggur upp frá Ráðhústorgi. Stutt er allt það helsta sem Akureyri hefur uppá að bjóða, svo sem veitingastaði og kaffihús, verslanir, menningarhúsið Hof. Sundlaug Akureyrar er í 10 mínútna göngufjarlægð.
Næg bílastæði eru í Brekkugötu fyrir framan húsið. Frábærir veitingastaðir og kaffihús allt um kring.

3 mín. göngufæri frá aðalgöngugötu
10 mín. göngufæri frá sundlaug.
10 mín. göngufæri við kjörbúð.
5 mín. göngufæri frá strætóstöð.
5 mín. akstursfjarlægð frá flugvelli.

Æðisleg íbúð til að slaka á eftir ferðalag/skíði/göngu eða bara einfaldlega til að njóta á frábærum stað í frábæru umhverfi.

Hótel Norðurland - Akureyri

Hótel Norðurland er notalegt hótel á besta stað í hjarta Akureyrar. Öll herbergi hótelsins bjóða upp á baðherbergi með sturtu, kaffi/tesett og fjölrása sjónvarp.  Morgunverður af hlaðborði er innifalinn í gistiverði. Gott wi-fi er gjaldfrjálst. Einnig er á hótelinu kósý lobby-bar sem býður hótelgestum upp á gleðistund alla daga frá kl 17:00-20:00. Hótel Norðurland hefur um að ráða nóg af gjaldfrjálsum bílastæðum ásamt því að hundar eru velkomnir með skilmálum.

Herbergin skiptist niður í:
Einstaklingsherbergi
Standard tveggja manna herbergi með tveimur einstaklingsrúmum.
Standard þriggja manna herbergi með þremur einstaklingsrúmum.
Standard hjónaherbergi með einu hjónarúmi.

Þjónusta:
Hótelið er nálægt helstu veitingastöðum, bakaríum og kaffihúsum enda staðsett í miðbæ Akureyrar. Aðeins í 10 mínútna göngufjarlægð er verslunarmiðstöðin Glerártorg þar sem má finna verslanir á borð við H&M, Lindex, Imperial, Sportver, Dressmann, Nettó, Kids Cool, Centro fatabúð, Nova, Vodafone o.fl. Sundlaug Akureyrar er aðeins í 10-15 mínútna göngufjarlægð frá hótelinu.

Afþreying:
í 5 mínútna fjarlægð frá hótelinu er hægt að skella sér í hvaðaskoðun eða heimsækja Menningarhúsið Hof. Í nágrenni við Akureyri eru Bjórböðin og baðvötnin Geosea á Húsavík. Svo má ekki gleyma Jólahúsinu sem staðsett er í Hrafnagili aðeins í 10 mínútna aksturfjarlægð frá Akureyri. 


Athugið! Allar bókanir og greiðslur fara fram beint á bókunarsvæði gistiaðila án milligöngu Ferðaeyjunnar.

Hótel Laxá - Norðurland

Staðsetning: Hótelið Laxá er á einstaklega kyrrlátum og fallegum stað, staðsett um 2 km frá Mývatni og í 30 mínútna akstursfjarlægð frá Goðafoss og Kröflu gígnum. Mývatns náttúruböð eru í 20 mínútna akstursfjarlægð frá hótelinu en Húsavík er í 45 mínútna akstursfjarlægð. Hestaferðir og gönguferðir í fallegu umhverfi eru algeng starfsemi á svæðinu.

Herbergin: Hótel Laxá var opnað árið 2014 og stendur við hið fallega Mývatn. Á hótelinu er að finna tvær herbergistegundir: standard herbergi og herbergi með útsýni yfir vatnið. Herbergin er innréttuð á nútímalegan hátt og hægt að bæta við auka rúmi sé þess óskað.

  • Standard herbergin: Í Standard herbergjum er hjónarúm eða tvíbreitt rúm og baðherbergi með sturtu. Herbergin eru 18m, mjög rúm góð og henta vel fyrir tvær fullorðna manneskjur. Hægt er að óska eftir auka rúmi fyrir þriðja einstaklinginn í herbergið gegn aukagjaldi.

  • Lake view herbergin: Frábært útsýni er í þessum herbergjum þar sem horft er yfir Mývatn út frá glugga herbergisins.herbergjum er hjónarúm eða tvíbreitt rúm og baðherbergi með sturtu. Herbergin eru 18m, mjög rúm góð og henta vel fyrir tvær fullorðna manneskjur. Hægt er að óska eftir auka rúmi fyrir þriðja einstaklinginn í herbergið gegn aukagjaldi.

Afþreying: Náttúruperlur við Mývatn, Gönguleiðir, fossar, fuglalífið, jarðböð og Hverasvæði.  Frábær staður til að njóta náttúrunnar við Mývatn. Stutt er í alla hugsanlega afþreyingu, Jarðböðin á Mývatni, Dimmuborgir, Dettifoss, Ásbyrgi, Húsavík og margt fleira.
 
Veitingar:  Á Hótel Laxá er veitingastaðurinn, Eldey,  en nafnið er dregið af einni af eyjunum Mývatns.  Góður matur og drykkur, góð þjónusta og fallegt umhverfi skapa ógleymanlega kvöldstund

Athugið!  Allar bókanir og greiðslur í gegnum leitarvél Ferðaeyjaunnar  fara fram beint á bókunarsvæði gistiaðila án milligöngu Ferðaeyjunnar.

Hótel Jökull

Hótel Jökull er fjölskyldurekið hótel, staðsett í nágrenni Vatnajökuls. Landslagið umhverfis hótelið er stórbrotið og mörg herbergjanna hafa frábært útsýni yfir nærliggjandi fjöll. Hótelið er rétt við hringveg nr. 1, um 8 km frá Höfn í Hornafirði og 453 km frá Reykjavík.

Hótelið býður uppá gistingu í 58 herbergjum með veitingastað sem býður upp á morgunverð og kvöldmat. Nettenging er góð á öllu hótelinu og nóg er af bílastæðum fyrir framan hótelið auk hleðslustöðvar fyrir rafbíla. Starfsfólk Hótel Jökuls er til taks við að ráðleggja gestum varðandi afþreyingu og útivist á á svæðinu, hjálpa til við að bóka dagferðir og skipuleggja ævintýralega dvöl.

Hótelið er vel staðsett fyrir þá ferðalanga sem vilja skoða Vatnajökulsvæðið og Suðurlandið. Það er mikið úrval af afþreyingu í boði nálægt hótelinu, svo sem gönguleiðir, íshellaferðir, vélsleðaferðir, golfvöllur og sundlaug
.
   Fyrri síða12 Næsta síða >>