Hótel Bláfell

Hótel Bláfell var opnað á Breiðdalsvík árið 1983 en er nýlega mikið endurnýjað. Hótelið er umvafið mikilfenglegum fjöllum og svörtum söndum. Hótelið er friðsæl vin mitt í hinni hráu fegurð Breiðdalsvíkur á Austfjörðum.

Á hótelinu eru 37 vel búin herbergi, auk huggulegrar setustofu með arni og bókasafni, finnskri sauna og veitingastaðar. Veitingastaðurinn býður upp á ekta íslenska rétti, matreidda með ferskum hráefnum sem sótt er í nærumhverfi hótelsins.

Hótel Framtíð

Staðsetning: Hótel Framtíð er staðsett á Djúpavogi með frábært útsýni yfir Djúpavogshöfn og er í 8 km fjarlægð frá Búlandstindi.

Herbergin: Á hótelinu eru þrjú einstaklingsherbergi með sameiginlegu Baðherbergi, fimm tveggja manna herbergi án baðs, tuttugu 17m2 herbergi með sturtu, hreinlætisaðstöðu, hárþurrku, sjónvarpi, kaffi - og tesetti, og  þriggja manna 17m2 herbergi með þremur rúmum, sturtu, hreinlætisaðstöðu, hárþurrku og sjónvarpi,

Veitingar: Hótelið býður upp á staðbundna sjávarrétti og bar. Á hótelinu er einnig setustofa/lounge þar sem þú getur sest niður og slakað á með góðan drykk í hönd.

Afþreying: Hægt er að taka langar og stuttar gönguleiðir meðfram stórbrotinni strandlengju eldfjallasandstranda og grýttra gróðurs. Að ganga upp Búlandstind sem 1069 m að hæð er stórkostleg upplifun með fallegt útsýni. Sundlaug og heilsulind Djupivogs er aðeins í 150 metra fjarlægð.

Athugið! Allar bókanir og greiðslur fara fram beint á bókunarsvæði gistiaðila án milligöngu Ferðaeyjunnar.

Framtíð Apartments & Holiday Homes - Austurland

Staðsetning: Framtíð Apartments & Holiday Homes er staðsett á Djúpavogi. Hægt er að velja um sumarhús eða íbúðir, en allar einingarnar eru með sérinngang og bjóða upp á öll helstu nútímaþægindi.

Meyjarskemma íbúðir A og B: Tvær nýjar íbúðir um 49m² að stærð. Íbúðirnar eru búnar einu svefnherbergi með tvíbreiðu rúmi og í stofu er tvíbreiður svefnsófi , þá er einnig mögulegt að koma fyrir einu aukarúmi. Hvor íbúð er með gistirými fyrir allt að 5 manns..  Í báðum íbúðum eru fullbúin eldhús, stofa, hreinlætisaðstaða með baðkari, sturtu og þvottavél/þurrkara.

Sumarhús: Fjögur 28 m² sumarhús með útsýni yfir smábátahöfnina. Öll sumarhúsin eru með einu svefnherbergi og tveimur rúmum, eldunaraðstöðu, setkrók og hreinlætisaðstöðu. Húsin henta vel fyrir tvo til þrjá einstaklinga. Af veröndinni er tilvalið að njóta útsýnisins

Íbúð 1 er 40m2 stúdíóíbúð með tvíbreiðu rúmi og hentug gisting fyrir allt þrjá eintaklinga. Íbúðin er með fullbúnu eldhúsi og hreinlætisaðstöðu.

Íbúð 2 er 40m2 með einu svefnherbergi með tvíbreiðu rúmi og tvíbreiðum svefnsófa í stofu og hentar því vel fyrir 2-4 einstakinga. Íbúðin hefur fullbúið eldhús og hreinlætisaðstöðu. Sameiginleg þvottavél er fyrir íbúð 1 og 2.

Íbúð nr. 3 er 60m2 með tveimur svefnherbergjum og hentar vel fyrir allt að 6 manns. Fullbúið eldhús, hreinlætisaðstaða, þvottavél/þurrkari og verönd með fallegri fjallasýn.

Dekraðu við þig og láttu þér líða eins og heima hjá þér. Falleg fjallasýn og nálægð við nátttúruna. 

Athugið! Allar bókanir og greiðslur fara fram beint á bókunarsvæði gistiaðila án milligöngu Ferðaeyjunnar.

Hostel Framtíð

Hostel Framtíð er farfuglaheimili sem er staðsett á Djúpavogi og býður upp á herbergi með ókeypis Wi-Fi.

Á hostelinu eru 2 til 4 manna 14 fm herbergi með sameiginlegu baðherbergi. Öll herbergin eru með vask en án sérbaðherbergi. Sturtur og salerni eru frammi á gangi. Aðgangur að eldhúsi og setustofu með helstu eldunartækjum, aðstaða fyrir 8 manns að borða samtímis

Hostelið er afar vinsælt hjá hópum sem ferðast saman um Ísland en algengt er að reiðhjólafólk sem kjósa að ferðast um Ísland á reiðhjóli velja Hostelið til að hvíla sig fyrir næstu hjólatörn.

Á meðal vinsællar afþreyingar á svæðinu má nefna gönguferðir og hjólreiðar. Gestir geta leigt reiðhjól á staðnum. Þjóðvegur 1 er í innan við 5 mínútna akstursfjarlægð.


Athugið! Allar bókanir og greiðslur fara fram beint á bókunarsvæði gistiaðila án milligöngu Ferðaeyjunnar.

Framtíð Camping Lodging

Viltu upplifa öðruvísi gistingu?

Staðsetning: Framtíð Camping Lodging er staðsett á Djúpavogi býður upp gistingu í litlum svefnhýsum sem hafa fengið viðurnefnið Gistitunnurnar en það er staðsettar við tjaldsvæði.

Svefnherbergi: Svefnherbergin í gistitunnunum eru með þremur einbreiðum dýnum. Þetta er svefnpokagisting sem þýðir að gestir geta komið með eigin svefnpoka. Einnig geta gestir leigt kodda, sæng, lín og handklæði á staðnum. Allar einingar eru hitaðar með rafmagnsofnum og innihalda setusvæði og rafmagnstengi.

Þjónusta og aðstaða: Í þjónustubyggingunni sem er rétt við hlið tjaldsvæðið hafa gestir aðgang að lítilli verslun, sameiginlegu eldhúsi, sameiginlegum baðherbergjum og sturtuaðstöðu sem þarf að greiða fyrir. Gestir hafa einnig aðgang að sameiginlegu þvottahúsi sem greiða þarf aukalega fyrir. Hótel Framtíð er rétt við hlið tjaldsvæðisins og þar er hægt að nálgast ókeypis þráðlaust net og ýmsar veitingar.

Af áhugaverðum stöðum á Austurlandi má til dæmis nefna Höfn, Jökulsárgljúfur og Fáskrúðsfjörður. Næsti flugvöllur er Egilsstaðaflugvöllur, 86 km frá gististaðnum.

Athugið! Allar bókanir og greiðslur fara fram beint á bókunarsvæði gistiaðila án milligöngu Ferðaeyjunnar.

Hótel Smyrlabjörg

Smyrlabjörg er sveitahótel með 68 björtum og vel útbúnum tveggja, þriggja og fjögurra manna herbergjum með sérbaði.  Ágætis aðstaða er fyrir fatlaða. Hárþurrkur, sjónvarp og þráðlaust net er í öllum herbergjum.

Veitingastaðurinn er alla jafn opin allt árið. Á matseðlinum er að finna fjölbreytta og fjölskylduvæna rétti.
Í nágrenninu eru margar af fallegustu náttúruperlum landsins. Mikið af fjölbreyttri og skemmtilegri afþreyingu allt í kring.

Hótel Laxnes

Hótel Laxnes er staðsett í Mosfellsbæ aðeins 10 mín akstursfjarlægð frá miðbæ Reykjavíkur. Á hótelinu eru 26 herbergi sem skiptast niður í tveggja manna herbergi, fjölskylduherbergi og svítu.
Rúmgóðu herbergin okkar eru snyrtilega innréttuð með hagnýtum stíl með áherslu á að bjóða gestum okkar að meta tignarlegt landslag. Öll herbergin eru með sérbaðherbergi með baðkari, ókeypis WiFi og aðgang að bílastæðum á staðnum.

Flest herbergin snúa í norðurátt með stórkostlegu útsýni yfir hið fræga fjall Esju.

SUMARGJAFABRÉF

Skoðaðu sumargjafabréfin HÉR


Hótel Keflavík
Hótel Keflavík er staðsett í miðbæ Keflavíkur og rétt hjá útlöndum enda er Keflavíkurflugvöllur í aðeins 5 mín fjarlægð frá hótelinu. Keflavík er staðsett við Reykjanesskagann sem ber stórkostlegu náttúru, í miðbæ Keflavíkur, í 5 mínútna fjarlægð frá KEF flugvelli og aðeins 15 mínútur frá Bláa lóninu.

Diamond Suites
Diamond Suites i statt í hjarta Reykjanesbæjar. Diamond Suites er 34 km frá Reykjavík og er í sama húsnæði og Hótel Keflavík. Hótelið er með verönd og sjávarútsýni og gestir geta fengið sér drykk á barnum. Ókeypis WiFi er í boði á gististaðnum og ókeypis einkabílastæði. 

Gistiheimilið Keflavík
Gistiheimilið Keflavík er rétt á móti Hótel Keflavík eða í hjarta Reykjanesbæjar, þar sem þú getur notið allra þeirrar þjónustu sem er boðin fyrir hótelgesti. Gistiheimilið var endurbætt að öllu leytið árið 2019 og öll herbergi er ný með þægileg rúm, með góðum koddum og sængum og eru með fríu þráðlausu interneti, hágæða sjónvarpstæki með margs konar ókeypis stöðvum, skrifborð og skrifborðsstól, síma og handklæðum. Meginmarkmið eru einföld og góð gisting með persónulegri þjónustu sem lætur þér líða alveg eins og heima.


Athugið! Allar bókanir og greiðslur fara fram beint á bókunarsvæði gistiaðila án milligöngu Ferðaeyjunnar.

Hótel Höfn - Austurland

Staðsetning: Hótel Höfn er 3ja stjörnu hótel á Hornafirði. Fegurðin er við Hótel Höfn og árstíminn skiptir ekki máli. Hið magnaða jöklaútsýni yfir Vatnajökul með allri sinni litadýrð er engu líkt. Sjáðu sólina setjast fyrir aftan jökulinn yfir sumartímann eða njóttu norðurljósanna í endurskini hans á veturna.

Veitingar: Á hótelinu er veitingastaðurinn Ósinn. Við leggjum mikla áherslu á íslenskt hágæðahráefni í okkar matseld. Á matseðlinum finna gestir girnilega humarrétti með hornfirskum humri auk kjöt-, fisk-, og grænmetisrétta.  Við erum stolt af morgunverðinum okkar þar sem boðið er upp á fjölbreytt og girnilegt hlaðborð. Bakað er á staðnum og er tilvalið að njóta morgunverðarins með jöklaútsýninu.

Herbergin: Á hótelinu eru 36 stílhrein og falleg herbergi og eru 12-18 fm að stærð. Herbergin eru með sér baðherbergi, með þægilegum rúmum og mjúkum rúmfötum. Í öllum herbergjum er t.d. sjónvarp og þráðlaust net.

Afþreying: Fjölmargir útivistarmöguleikar eru í boði á svæðinu, t.d. jöklagöngur, íshellaferðir, ísklifur, bátsferðir, kayakferðir o.fl.

Athugið! Allar bókanir og greiðslur fara fram beint á bókunarsvæði gistiaðila án milligöngu Ferðaeyjunnar.

   Fyrri síða12 Næsta síða >>