Athugið! Allar bókanir og greiðslur fara fram beint á bókunarsvæði gistiaðila án milligöngu Ferðaeyjunnar.
Falleg nýlega uppgerð kósí íbúð með gistirými fyrir 6 manns.
Lýsing:
Íbúðin er hlýleg og kósí.
Íbúðin er á 4 og 5.hæð, neðri hæðin er með 2 svefnherbergi, annað hjónaherbergi með 2földu rúmi, hitt herbergið er með 2 rúmum. Rúmgóð stofa með borðstofuborði, flatskjá og mjög stórum svölum sem snúa að Laugaveginum.
Eldhúsið er með eldavél, örbylgjuofni og helluborði, allt sem þarf til eldamennsku.
Efri hæðin hefur ekki fulla lofthæð en á hæðinni er setustofa og rúm.
Staðsetning
Íbúðin er í miðbæ Reykjavíkur ofarlega á Laugaveginum, rétt við Umferðamiðstöðina, stutt í iðandi mannlíf og menningu, fjöldi vinsælla veitingastaða, kaffihúsa eru í seilingar fjarlægð.
10 mín. göngufæri við Lækjartorg
0 mín. göngufæri við Laugaveg
3 mín. göngufæri frá Sundhöll Reykjavíkur
5 mín. göngufæri við kjörbúð (Bónus Laugavegi)
12 mín. göngufæri frá Hörpunni
3 mín. göngufæri frá Mathöllinni Hlemmi
Skoðaðu sumargjafabréfin HÉR
Athugið! Allar bókanir og greiðslur fara fram beint á bókunarsvæði gistiaðila án milligöngu Ferðaeyjunnar.
Staðsetning: Hótel Glymur er staðsett í Hvalfirðinum aðeins 45 mínútna fjarlægð frá Reykjavík. Hægt er að velja um gistingu í herbergjum, svítum eða villum. Hótel Glymur er dásamlegt lítið hótel umlukið fallegri náttúru.
Herbergin: Hótelið Glymur býður upp á 22 hlýleg herbergi með frábæru útsýni til fjalls “fjallasýn” eða yfir Hvalfjörð “sjávarsýn”. Öll herbergi og svítur eru vel búin með þráðlausu interneti, sjónvarpi og hárblásara. Hvert herbergi er sérhannað, útbúið með sófa, skrifborði og skreytt einstökum listaverkum. Eitt herbergi er á jarðhæð með aðgengi fyrir hjólastóla og verönd. Tveir heitir pottar eru ætlaðir fyrir gesti hótelsins .
Svíturnar: Svíturnar okkar heita Hallgrímsstofa, eftir Hallgrími Péturssyni og Guðríðarstofa eftir Guðríði Símonardóttur (Tyrkja-Guddu, konu Hallgríms). Svíturnar eru báðar á jarðhæð með eigin verönd og útgangi í heitu pottana. Mikið er lagt í að skapa gott og afslappað andrúmsloft í svítunum með smekklegum innréttingum og fallegum listaverkum. Svíturnar eru með öllum sama búnaði og herbergin.
Villur: Villurnar við Glym sem er staðsettar sunnan við hótelið. Um er ræða sex glæsileg heilsárshús, sérhönnuð í tveimur stærðum og innréttuð á afar vandaðan hátt með áherslu á samræmi í umhverfi, litum og aðbúnaði. Stórfenglegt útsýni er yfir Hvalfjörðinn úr stórum gluggum sem snúa í suður. Húsin eru mjög vel búin, öll með glæsilegu alrými með leðursófasetti, borðstofuborði, fallegum listaverkum og fullbúnu eldhúsi. Í eldhúsi er stór ísskápur, uppþvottvél, góð eldavél með ofni, örbylgjuofn og borðbúnaður fyrir 4 – 6 aðila. Svefnherbergin eru rúmin 190 x 200 cm að stærð með náttborðum og rúmfatakistum, allt sérhannað af RB í Hafnarfirði. Þá eru góðir leðurstólar og borð. Gengið er inn í baðherbergin úr svefnherbergjum og þaðan út í heitu pottana. Öll húsin eru með heitum potti úti á rúmgóðri suðurverönd, útihúsgögnum.
Morgunverður á hótelinu er innifalin í verði húsanna og gestir geta valið að snæða kvöldverð á veitingahúsi Hótels Glyms eða elda sjálfir í vel útbúnu eldhúsinu .
Veitingar: Hótel Glymur býður upp á dýrindis kræsingar sem gestir geta gætt sér á meðan þeir njóta ótrúlegs útsýnis og þess besta sem íslensk eldhús hafa upp á að bjóða.
Athugið! Allar bókanir og greiðslur fara fram beint á bókunarsvæði gistiaðila án milligöngu Ferðaeyjunnar.