Íbúð A&B
Framtíð íbúðir
Meyjarskemma íbúðir A og B

Tvær nýjar íbúðir um 49m² að stærð, staðsettar til hliðar við
aðalbygginguna. Íbúðirnar eru búnar einu svefnherbergi
 með tvíbreiðu rúmi og í stofu er tvíbreiður svefnsófi ,
þá er einnig mögulegt að koma fyrir einu aukarúmi.
Hvor íbúð er því með gistirými
fyrir allt að 5 persónur.  Í báðum íbúðum eru
fullbúin eldhús, stofa, hreinlætisaðstaða með
baðkari, sturtu og þvottavél/þurrkara.

Íbúðirnar skarta fallegu útsýni til fjalla og yfir smábátahöfnina og er
tilvalið að njóta þess af veröndinni.
Ferðumst innanlands - ISK
Innskráning
       
       

Innskráning
       
       

Sumarhús

Sumarhús

Hótel Framtíð býður uppá fjögur 28 m² sumarhús
með útsýni yfir smábátahöfnina
og hina rómuðu fjallasýn Djúpavogs.
Húsin eru til hliðar við aðalbygginguna og eru öll með einu
svefnherbergi og tveimur rúmum, eldunaraðstöðu,
setkrók og hreinlætisaðstöðu.
Húsin henta vel fyrir 2- 3 persónur.
Af veröndinni er tilvalið að njóta útsýnisins
og fylgjast með bæjarlífinu.
Ferðumst innanlands - ISK
Innskráning
       
       

Innskráning
       
       

Íbúð 1&2
Íbúðir 1 & 2

Þrjár nýuppgerðar íbúðir í um 150m. frá aðalbyggingu hótelsins,
í rólegu umhverfi, steinsnar frá sundlaug Djúpavogs.

Íbúð 1 er 40m2 stúdíóíbúð með tvíbreiðu rúmi og
hentug fyrir allt að 3 persónur.
Íbúðin er með fullbúnu eldhúsi og hreinlætisaðstöðu.

Íbúð 2 er 40m2 með einu svefnherbergi með tvíbreiðu rúmi og
tvíbreiðum svefnsófa í stofu og hentar því vel fyrir 2 til 4 persónur.
Íbúðin hefur fullbúið eldhús og hreinlætisaðstöðu.
Sameiginleg þvottavél er fyrir íbúð 1 og 2.

Dekraðu við þig og láttu þér líða eins og heima hjá þér.
Falleg fjallasýn og nálægð við nátttúruna.
Ferðumst innanlands - ISK
Innskráning
       
       

Innskráning
       
       

Íbúð 3

Íbúð 3

60m2 með tveimur svefnherbergjum
og hentar vel fyrir allt að 6 persónur.
Fullbúið eldhús, hreinlætisaðstaða, þvottavél/þurrkari
og verönd með fallegri fjallasýn.

Dekraðu við þig og láttu þér líða eins og heima hjá þér.
Falleg fjallasýn og nálægð við nátttúruna.
Ferðumst innanlands - ISK
Innskráning
       
       

Innskráning