Gisting í þéttbýliskjarna með ævintýrin á næsta leiti.

Það er ekki alltaf nauðsynlegt að velja annan kostinn af tveimur. Stundum er hægt að njóta þess besta úr báðum heimum. Gistihúsið og íbúðirnar á Eldá, í þorpinu Reykjahlíð, eru örfá skref frá þeirri þjónustu sem býðst "uppi í Þorpi" meðal annars matvöruverslun og vínbúð en athugið að ÁTVR er með lokað á laugardögum og sunnudögum. Álíka örfá skref eru svo út í náttúruna með allri sinni fegurð og ævintýrum.

Gistihúsið, Eldá Guesthouse, býður upp á eins, tveggja og þriggja manna herbergi með sameiginlegum baðherbergjum og einnig litlar íbúðir. Á sameiginlegu svæði eru eldhús, snyrtingar og sturtur. Gistihúsið hentar vel fyrir hópa eða pör sem hafa gaman af að blanda geði við annað fólk en vilja líka geta verið út af fyrir sig.

Morgunverðar upplýsingar

Continetal, vegetarian, vegan, gluten-free, hlaðborð
Kytrur – tjaldútilega í húsi.

Ef þú elskar útilegur en vilt sofa undir þaki þá skaltu leigja þér kytru. Kytrurnar eru næsta þrep fyrir ofan tjald, örlítil timburhús þar sem hægt er að hafa hlýtt og notalegt jafnvel þó úti sé rok og rigning. En þannig veður er að sjálfsögðu næstum aldrei í Mývatnssveit! Í hverri Kytru er bara rúm og fatahengi, einfaldara gerist það ekki.

Kytrurnar standa í hraunjaðrinum og þú getur auðveldlega virt fyrir þér fegurð umhverfisins liggjandi í rúminu. Nú, eða tyllt þér út á litlu veröndina fyrir framan dyrnar og andað að þér hreina loftinu. Þeir sem leigja Kytru sækja alla þjónustu í sömu aðstöðu og þeir sem gista á tjaldsvæðinu og það er hægt að leigja þær með uppbúnum rúmum ef fólk vill.
Viltu borða morgunbrauðið með öndunum?

Við erum meðal annars með klassískan "Bed & Breakfast" gististað sem heitir Andabyggð. Já, þú last rétt; Andabyggð, til heiðurs öllum þeim margvíslegu andategundum sem búa sér heimili við Mývatn.  Þar á meðal er einkennisfugl Mývatnssveitar, húsöndin sem verpir hvergi annarsstaðar í Evrópu.  

En hvort sem þú ert mikill anda-aðdáandi eða ekki þá fer vel um þig í tveggja manna herbergi í Andabyggð, með sér baðherbergi og aðgangi að sameiginlegri stofu, eldhúsi og grillsvæði. Það liggur í hlutarins eðli að morgunverður en innifalinn í verði gistingar, þetta er jú B&B. Við mælum eindregið með því á góðviðrisdegi að setjast út með morgunkaffið og drekka í sig fegurð umhverfisins á meðan bollinn er tæmdur.

Morgunverðar upplýsingar

Continetal, vegetarian, vegan, gluten-free, hlaðborð
Sæktu orku fyrir daginn í hraunið sem rann fyrir 300 árum.

Ef þú vilt gistingu fyrir tvo,  með öllum þægindum, er smáhýsið Aska fullkomið fyrir þig. Þar er gott tvíbreitt rúm, huggulegur eldhúskrókur og fallegt baðherbergi. Stórir gluggar eru á  öllum hliðum hússins og fyrir utan liggur hraunið sem mótaði Mývatn fyrir 300 árum. Þú þarft ekki einu sinni að fara undan sænginni til að njóta umhverfisins!

Húsið er byggt samkvæmt fallegri og stílhreinni norrænni hönnun með áherslu á tengingu við náttúrufegurðina umhverfis það.
Sælureitur fjölskyldunnar.

Sumarhúsin tvö sem standa í hlíðinni, með útsýni yfir Mývatn, eru tilvalin fyrir fjölskyldur eða litla hópa. Þar er hvort sem er hægt láta fara vel um sig eina nótt eða dvelja í sveitinni um lengri tíma.

Sumarhúsin eru hönnuð með rúmgóða stofu sem miðpunkt, gluggarnir eru stórir svo auðvelt sé að njóta útsýnisins þó maður sé innan dyra en til viðbótar opnast stofan út á verönd þar sem er upplagt að halda grillveislu. Bæði húsin eru með tveimur fullbúnum svefnherbergjum og að auki er í þeim svefnloft þar sem hægt er að láta fara vel um sig. Þetta eru kósý timburhús í norrænum stíl, staðsett þar sem börn og fullorðnir geta notið náttúrunnar á öruggum stað. Það er hægt að velja um að leigja húsin með uppbúnum rúmum eða taka með sér sína eigin sæng og kodda til að kúra með. 
Gisting í þéttbýliskjarna með ævintýrin á næsta leiti

Það er ekki alltaf nauðsynlegt að velja annan kostinn af tveimur. Stundum er hægt að njóta þess besta úr báðum heimum. Gistihúsið og íbúðirnar á Eldá, í þorpinu Reykjahlíð, eru örfá skref frá þeirri þjónustu sem býðst "uppi í Þorpi" meðal annars matvöruverslun og vínbúð en athugið að ÁTVR er með lokað á laugardögum og sunnudögum. Álíka örfá skref eru svo út í náttúruna með allri sinni fegurð og ævintýrum.

Íbúðirnar, Eldá Apartments, henta fullkomlega fyrir þau sem vilja vera út af fyrir sig. Í öllum svefnhergbergjum er fataskápur, spegill og vaski. Í eldhúsinu er hægt að ganga að öllu sem þú þarft til að elda eins og heima hjá þér og  svo er indælt að njóta matarins í notalegum borðkrók. Á baðherberginu ræður snyrtimennska  og einfaldleiki ríkjum og það er misjafnt eftir íbúðum hvort þar er sturta eða baðker. Svo má líka minnast á að í hverju svefnherbergi er lítið skrifborð þar sem gott er að tylla sér með fartölvuna, hafa samskipti við umheiminn eða skrifa ferðasöguna.

Í boði 1. október til 10. júní.

Morgunverðar upplýsingar

Continetal, vegetarian, vegan, gluten-free, hlaðborð
Sofið á hraunbrúninni.

Ef til vill heldur þú að farfuglaheimili séu hvert öðru lík en Hraunbrún hefur nokkuð sem ekkert annað farfuglaheimili hefur. Eins og nafnið gefur til kynna þá stendur húsið bókstaflega á hraunjaðrinum, í einstöku umhverfi.
Gistiaðstaðan sjálf er í anda hins einfalda farfuglaheimilis. Þú kemur bara með svefnpokann þinn, eða leigir sæng, kodda og sængurföt, og hreiðrar um þig í koju í einhverju af þeim 14 herbergjum sem í boði eru. Notar síðan sameiginlegt eldhús og matsal að vild… og við getum lofað því að það er ekkert einfalt eða venjulegt við útsýnið úr matsalnum.  
Pláss fyrir alla fjölluna

Ef þú ert með allt þitt lið í einum hóp mælum við með fjölskylduherbergi í Hraunbrún þar sem er svefnpláss fyrir 4 – 5 manneskjur.