Gisting í þéttbýliskjarna með ævintýrin á næsta leiti.
Það er ekki alltaf nauðsynlegt að velja annan kostinn af tveimur. Stundum er hægt að njóta þess besta úr báðum heimum. Gistihúsið og íbúðirnar á Eldá, í þorpinu Reykjahlíð, eru örfá skref frá þeirri þjónustu sem býðst "uppi í Þorpi" meðal annars matvöruverslun og vínbúð en athugið að ÁTVR er með lokað á laugardögum og sunnudögum. Álíka örfá skref eru svo út í náttúruna með allri sinni fegurð og ævintýrum.
Gistihúsið, Eldá Guesthouse, býður upp á eins, tveggja og þriggja manna herbergi með sameiginlegum baðherbergjum og einnig litlar íbúðir. Á sameiginlegu svæði eru eldhús, snyrtingar og sturtur. Gistihúsið hentar vel fyrir hópa eða pör sem hafa gaman af að blanda geði við annað fólk en vilja líka geta verið út af fyrir sig.
Morgunverðar upplýsingar
Continetal, vegetarian, vegan, gluten-free, hlaðborð