Hótel Framtíð

Staðsetning: Hótel Framtíð er staðsett á Djúpavogi með frábært útsýni yfir Djúpavogshöfn og er í 8 km fjarlægð frá Búlandstindi.

Herbergin: Á hótelinu eru þrjú einstaklingsherbergi með sameiginlegu Baðherbergi, fimm tveggja manna herbergi án baðs, tuttugu 17m2 herbergi með sturtu, hreinlætisaðstöðu, hárþurrku, sjónvarpi, kaffi - og tesetti, og  þriggja manna 17m2 herbergi með þremur rúmum, sturtu, hreinlætisaðstöðu, hárþurrku og sjónvarpi,

Veitingar: Hótelið býður upp á staðbundna sjávarrétti og bar. Á hótelinu er einnig setustofa/lounge þar sem þú getur sest niður og slakað á með góðan drykk í hönd.

Afþreying: Hægt er að taka langar og stuttar gönguleiðir meðfram stórbrotinni strandlengju eldfjallasandstranda og grýttra gróðurs. Að ganga upp Búlandstind sem 1069 m að hæð er stórkostleg upplifun með fallegt útsýni. Sundlaug og heilsulind Djupivogs er aðeins í 150 metra fjarlægð.

Athugið! Allar bókanir og greiðslur fara fram beint á bókunarsvæði gistiaðila án milligöngu Ferðaeyjunnar.

Hótel Bláfell

Hótel Bláfell var opnað á Breiðdalsvík árið 1983 en er nýlega mikið endurnýjað. Hótelið er umvafið mikilfenglegum fjöllum og svörtum söndum. Hótelið er friðsæl vin mitt í hinni hráu fegurð Breiðdalsvíkur á Austfjörðum.

Á hótelinu eru 37 vel búin herbergi, auk huggulegrar setustofu með arni og bókasafni, finnskri sauna og veitingastaðar. Veitingastaðurinn býður upp á ekta íslenska rétti, matreidda með ferskum hráefnum sem sótt er í nærumhverfi hótelsins.

Framtíð Apartments & Holiday Homes - Austurland

Staðsetning: Framtíð Apartments & Holiday Homes er staðsett á Djúpavogi. Hægt er að velja um sumarhús eða íbúðir, en allar einingarnar eru með sérinngang og bjóða upp á öll helstu nútímaþægindi.

Meyjarskemma íbúðir A og B: Tvær nýjar íbúðir um 49m² að stærð. Íbúðirnar eru búnar einu svefnherbergi með tvíbreiðu rúmi og í stofu er tvíbreiður svefnsófi , þá er einnig mögulegt að koma fyrir einu aukarúmi. Hvor íbúð er með gistirými fyrir allt að 5 manns..  Í báðum íbúðum eru fullbúin eldhús, stofa, hreinlætisaðstaða með baðkari, sturtu og þvottavél/þurrkara.

Sumarhús: Fjögur 28 m² sumarhús með útsýni yfir smábátahöfnina. Öll sumarhúsin eru með einu svefnherbergi og tveimur rúmum, eldunaraðstöðu, setkrók og hreinlætisaðstöðu. Húsin henta vel fyrir tvo til þrjá einstaklinga. Af veröndinni er tilvalið að njóta útsýnisins

Íbúð 1 er 40m2 stúdíóíbúð með tvíbreiðu rúmi og hentug gisting fyrir allt þrjá eintaklinga. Íbúðin er með fullbúnu eldhúsi og hreinlætisaðstöðu.

Íbúð 2 er 40m2 með einu svefnherbergi með tvíbreiðu rúmi og tvíbreiðum svefnsófa í stofu og hentar því vel fyrir 2-4 einstakinga. Íbúðin hefur fullbúið eldhús og hreinlætisaðstöðu. Sameiginleg þvottavél er fyrir íbúð 1 og 2.

Íbúð nr. 3 er 60m2 með tveimur svefnherbergjum og hentar vel fyrir allt að 6 manns. Fullbúið eldhús, hreinlætisaðstaða, þvottavél/þurrkari og verönd með fallegri fjallasýn.

Dekraðu við þig og láttu þér líða eins og heima hjá þér. Falleg fjallasýn og nálægð við nátttúruna. 

Athugið! Allar bókanir og greiðslur fara fram beint á bókunarsvæði gistiaðila án milligöngu Ferðaeyjunnar.

Hostel Framtíð

Hostel Framtíð er farfuglaheimili sem er staðsett á Djúpavogi og býður upp á herbergi með ókeypis Wi-Fi.

Á hostelinu eru 2 til 4 manna 14 fm herbergi með sameiginlegu baðherbergi. Öll herbergin eru með vask en án sérbaðherbergi. Sturtur og salerni eru frammi á gangi. Aðgangur að eldhúsi og setustofu með helstu eldunartækjum, aðstaða fyrir 8 manns að borða samtímis

Hostelið er afar vinsælt hjá hópum sem ferðast saman um Ísland en algengt er að reiðhjólafólk sem kjósa að ferðast um Ísland á reiðhjóli velja Hostelið til að hvíla sig fyrir næstu hjólatörn.

Á meðal vinsællar afþreyingar á svæðinu má nefna gönguferðir og hjólreiðar. Gestir geta leigt reiðhjól á staðnum. Þjóðvegur 1 er í innan við 5 mínútna akstursfjarlægð.


Athugið! Allar bókanir og greiðslur fara fram beint á bókunarsvæði gistiaðila án milligöngu Ferðaeyjunnar.

Framtíð Camping Lodging

Viltu upplifa öðruvísi gistingu?

Staðsetning: Framtíð Camping Lodging er staðsett á Djúpavogi býður upp gistingu í litlum svefnhýsum sem hafa fengið viðurnefnið Gistitunnurnar en það er staðsettar við tjaldsvæði.

Svefnherbergi: Svefnherbergin í gistitunnunum eru með þremur einbreiðum dýnum. Þetta er svefnpokagisting sem þýðir að gestir geta komið með eigin svefnpoka. Einnig geta gestir leigt kodda, sæng, lín og handklæði á staðnum. Allar einingar eru hitaðar með rafmagnsofnum og innihalda setusvæði og rafmagnstengi.

Þjónusta og aðstaða: Í þjónustubyggingunni sem er rétt við hlið tjaldsvæðið hafa gestir aðgang að lítilli verslun, sameiginlegu eldhúsi, sameiginlegum baðherbergjum og sturtuaðstöðu sem þarf að greiða fyrir. Gestir hafa einnig aðgang að sameiginlegu þvottahúsi sem greiða þarf aukalega fyrir. Hótel Framtíð er rétt við hlið tjaldsvæðisins og þar er hægt að nálgast ókeypis þráðlaust net og ýmsar veitingar.

Af áhugaverðum stöðum á Austurlandi má til dæmis nefna Höfn, Jökulsárgljúfur og Fáskrúðsfjörður. Næsti flugvöllur er Egilsstaðaflugvöllur, 86 km frá gististaðnum.

Athugið! Allar bókanir og greiðslur fara fram beint á bókunarsvæði gistiaðila án milligöngu Ferðaeyjunnar.

Um Farmhouse Lodge

Skeiðflöt um 100 fermetra land aðeins 10 mínútur frá Vík í Mýrdal.

Í aldaraðir hefur verið búskapur við Skeiðflöt með dýrum, en nú á dögum bjóðum við ferðamenn og eitt húsið sem við köllum Farmhouse Lodge rúmar meira en 20 manns, við bjóðum fólk velkomið á hverjum degi til okkar og þér er frjálst að vera eins lengi eins og þú vilt.

Á hverjum morgni er morgunverðarhlaðborð tilbúið frá klukkan 8-10. Farmhouse Lodge eða Skeiðflöt er 14 km frá miðbæ Vík í Mýrdal þar sem búa um 400 manns og aðeins 250 metrum frá vegi númer eitt. Gestir hafa aðgang að ókeypis bílastæðum og farangursgeymslu meðan þeir dvelja í skálanum. Í Vík í Mýrdal er bensínstöð, góðir veitingastaðir, opinber sundlaug, banki, stórmarkaður og fleiri þjónustur.

Mánahlíð 6 - Gisitng á Akureyri

Gisting fyrir allt 4
Falleg íbúð sem staðsett er í Akureyrarbæ sem er höfuðborg norðursins. Þú munt hafa fullan aðgang að einkaíbúð þinni með einu svefnherbergi sem rúmar 2 gesti og svefnsófa í stofunni sem rúmar 2 einstaklinga.

Stofan er stór og björt með flatskjásjónvarpi og Netflix aðgangi. Ókeypis Wi-Fi Internet er í íbúðinni með aðgangi að þvottavél í þvottahúsi. Eldhúsið er fullbúið með eldavél, ofni, örbylgjuofni og ísskáp.
Ókeypis bílastæði eru fyrir framan húsið.

Rýmið
Hjónaherbergi með 2 aðskildum rúmum og stórum skáp.
Stofan er stór og björt með flatskjásjónvarpi, Netflix og ókeypis WiFi í allri íbúðinni. Í stofunni er svefnsófi fyrir 2 einstaklinga.
Eldhús er fullbúið.
Þvottahús er með þvottavél og þurrkgrind fyrir föt.

Aðgangur gesta
Gestir hafa aðgang að allri íbúðinni, ókeypis WiFi, Netflix, þvottavél.

Annað sem þarf að hafa í huga
Vinsamlegast athugið að við erum með sjálfsafgreiðslu og upplýsingar um innritun eru sendar 2 dögum fyrir komu.

Stracta Hótel - Suðurland

Staðsetning: Stracta Hótel er staðsett á Suðurlandi nánar tiltekið á Hellu og er staðsetning hótelsins upplögð fyrir ferðalanga í leit að ævintýrum á suðurlandinu en þar er að finna fjöldan allan af helstu náttúruperlum landsins.

Þægindi og vellíðan: Í garði hótelsins eru heitir pottar og gufuböð þar sem gestir geta slakað á án endurgjalds.

Veitingar: Bæði Bistro og Garður veitingastaðirnir á Stracta Hóteli leggja áherslu á heilsusamlegt fæði sem unnið er úr afurðum í nærliggjandi sveitum.Gestir okkar geta notið fjölda rétta. Bistro veitingahúsið er góður kostur fyrir gesti með fjölbreytt úrval við hæfi hvers og eins.

Herbergin: Á hótelinu eru standard herbergi. superior herbergi, studio herbergi, tveggja herbergja íbúðir og Svítur

Starfsfólkið okkar í móttökuni veitir gestum með glöðu geði aðstoð við að finna áhugaverða staði til göngu- eða skoðunarferða og ef fólk er að leitast eftir annarskonar ferðum erum við í samsstarfi við fjölda ferðaþjónustuaðila sem bjóða upp á fjölbreytta dagskrá og afþreyingu. 

Athugið! Allar bókanir og greiðslur fara fram beint á bókunarsvæði gistiaðila án milligöngu Ferðaeyjunnar.

Greenhouse Hótel í Hveragerði
Hótelið var byggt árið 2020 og hafa gestir aðgang að fjölda aðstöðu í byggingunni svo sem mathöll með fjölda veitingahúsa, gjafaverslun og sýning í kjallaranum.
Gestir fá frían aðgang að sundlauginni í Laugarskarði, frían aðgang að hjólum ásamt fríu interneti og bílastæði. 

Hótelið er staðsett á horni Breiðumarkar og Sunnumarkar og aðeins 30 mínútna akstur frá Reykjavík. Hótelið okkar er "grænt" og sjálfbært og það er okkar mottó. Hótelið er einnig eitt af fáum byggingum með UN "BREAM" vottorðið sem við erum stolt af.

   Fyrri síða12 Næsta síða >>