Secure Online Booking
SLÖKUN Í KYRRÐINNI Á EINSTÖKUM STAÐ
Dulúðin í náttúru Íslands, fegurð og kraftar flæða saman í kyrrðinni allt í kringum Hótel Gullfoss, á Gullhringnum efst í Biskupstungum – fádæma stað til hvíldar og slökunar. Hótelið er á einum besta stað landsins; í um 90 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík, miðja vegu milli Gullfoss og Geysissvæðisins í Haukadal.
Herbergin eru stór, rúmgóð – nútímalega hönnuð og með flestu sem þarf til að njóta dvalarinnar í eins manns, tveggja manna eða veglegu 2ja manna herbergi sem hentar fyrir aukarúm ef þess þarf. Á hverjum morgni er boðið upp á morgunverðarhlaðborð. Veitingasalurinn er heillandi umgjörð fyrir kvöldið og barinn gefur tóninn með uppáhaldsdrykk gestanna, fyrir og eftir kvöldverðinn. Eftir upplifun dagsins getur slökun í heitum pottum verið ákjósanleg, njóta þar birtu og sólar eða virða fyrir sér stjörnubjartan himininn.
  • Innritun er kl. 15:00
  • Útskráning er kl. 11:00
  • Veitingasalurinn er opinn frá kl. 18:00 fyrir kvöldverð.
  • Hádegisnestispakkar fást keyptir í veitingasalnum.
  • Ef þú hefur einhverjar séróskir, skaltu endilega senda okkur tölvupóst; info@hotelgullfoss.is,  eða hringja í síma gestamóttökunnar í síma 486-8979
Verð fyrir auka rúm* 
1. jún - 15. okt : €86
15. okt - 31. maí : €70
*Frítt fyrir börn 6 ára og yngri
Standard-herbergi
Hæfilega stór, 2ja manna herbergi með tveimur stökum rúmum eða einu hjónarúmi, baðherbergi með sturtu og helstu nauðsynjum. Nútímaleg hönnun, látlaus og stílhrein í þægilegum litatónum. Verðskráin gildir fyrir herbergið eina nótt. Ef þú þarft meira rými, jafnvel til að bæta við aukarúmi, skaltu frekar velja stærra herbergi; Superior sem svíkur engan. Svo eigum við enn stærri herbergi með aðgengi fyrir hjólastól og stærra baðherbergi.
 
  • Morgunverðarhlaðborð/morgunverður er innifalinn alla morgna
  • Stór sjónvarpsskjár á vegg í öllum herbergjum
  • Kæliskápur í hverju herbergi, ókeypis afnot
  • Kaffi og te, án endurgjalds í öllum herbergjum
  • Dagleg þrif á herbergjum
  • Hárþurrka á baðherbergi
  • Baðherbergi með sérhita-herbergishitastillingu
  • Hársápa, hárnæring o.fl. í boði hótelsins
  • Straujárn og strauborð í gestamóttöku
  • Aukakoddar í fataskápnum
  • Frítt þráðlaust internet
  • Skrifborð og setukrókur
  • Nútímalegur fataskápur
  • Hilla fyrir farangur
  • Heitir pottar í bakgarðinum, endurgjaldslaust fyrir gesti
  • Hótelið er reyklaust / reykingar bannaðar
  • Næg bílastæði
  • Rafhleðsla fyrir bíla
 
  • Þú getur óskað eftir aukarúmi eða barnarúmi (fáðu staðfestingu fyrir komu)
  • Sendu okkur tölvupóst með erindinu, eða merktu við séróskir í næsta skrefi
  • Netfangið okkar: info@hotelgullfoss.is
  • Stærstu herbergin okkar eru með aðgengi fyrir hjólastóla og stærra baðherbergi.
  • Engin lyfta er á hótelinu enda byggingin á einni hæð.
Frí afbókun - Morgunmatur Innifalinn
Innskráning
       
       

Þú getur afbókað án gjalda allt að 7 dögum fyrir komu. Ef þú afbókar innan 7 daga fyrir komu þá er tekið fullt gjald fyrir bókunina.


Óendurgreiðanlegt - Morgunmatur Innifalinn
Innskráning
       
       

Óendurgreiðanlegt: Gesturinn er rukkaður heildarverð bókunarinnar ef afbókun á sér stað eftir að bókun hefur verið móttekin.